#FreeTheNipple

Vá, bara vá…

Síðastliðinn sólarhring hafa samfélagsmiðlar logað vegna þess að íslensk stelpa fór úr að ofan og skellti mynd af því á Twitter með hashtagginu #FreeTheNipple (í stuttu máli, forsagan er hér). Fleiri fylgdu í kjölfarið en mun fleiri fordæmdu þessar aðgerðir, kölluðu stelpurnar öllum illum nöfnum og sögðu þær ganga gegn siðferði og gildum vestræns samfélags:

Og svo eru líka til svona gæjar, því miður:

Ég tek það samt fram að ég var sjálfur ekki alveg búinn að meðtaka hvað það var sem var í gangi. Ég sá bara fullt af myndum af brjóstum á Twitter og það var ekki fyrr en ég fór að lesa mig til um þennan gjörning sem ég skildi þetta. Og vá skildi ég þetta…

Ég man eftir því þegar dóttir mín var á brjósti hvað Thelma þurfti að gera ráðstafanir um að hylja sig oft þegar hún gaf henni brjóst. Ég man líka enn lengra hvað mér fannst óþægilegt að sjá konu gefa barni brjóst, löngu áður en ég eignaðist barn og fannst brjóstagjöf eðlilegasti hlutur í heimi. Af hverju ætli það hafi verið?

Þetta er nefninlega svolítið stimplað inn í hausinn á okkur. Megintilgangur brjósta kvenmanns er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi sitt, þó menn (og konur reyndar) njóti þeirra einnig í kynlífi. Brjóst konu skilgreinast ekki sem kynfæri og eru í raun ekkert frábrugðin ,,karlmannsbrjóstum” ef frá eru taldir mjólkur-, og fitukirtlarnir.

Meikar sens...
Meikar sens…

Það má því með sanni segja að það að við lítum þessa tvo hluti ekki sömu augum sé ein ástæða þessarar ,,brjóstabyltingu” eins og einhver miðillinn kallaði þetta. Inn í þetta spannast svo að sjálfsögðu hefndarklámsviðbjóðurinn og bara almennt það að konan fái val um að vera berbrjósta á ströndinni, í sundi eða bara hvar sem er þar sem eðlilegt þykir að karlmenn séu það.

Eitt set ég þó spurningamerki við í þessu öllu saman, en margar þeirra sem hafa sett inn myndir tengja þetta við eitthvað feðraveldi (semsagt afturhaldsstefnuna í þessum málum). Ég gat ekki betur séð eftir yfirferð á bæði facebook og fjölmiðlum að konur á móti #FreeTheNipple séu álíka stór hópur (ef ekki stærri).

Ég mæli með þessari grein fyrir þá sem ekki skilja hvað það er sem fyrir þessum hugrökku konum vakir á bak við #FreeTheNipple og halda að það eina sem út úr þessu komi er að myndirnar þeirra endi á klámsíðum.

Ég hef allavega tekið upplýsta ákvörðun og styð þetta framtak 100%
Áfram stelpur! #FreeTheNipple

Ég held það sé vel við hæfi að ljúka þessum pistli á orðum frá Davíð Guðbrandssyni leikara, sem er alveg gjörsamlega spot on í þessu:

Tekið af facebook síðu Davíðs
Tekið af facebook síðu Davíðs