reykjavík, taka 2…

Jæja þá er maður bara fluttur aftur í borg óttans. Thelma skellti sér í næringarfræði í HÍ og ég leitaði og leitaði að vinnu hérna fyrstu 2 vikurnar… var svo boðaður í nokkur viðtöl og endaði á að fá þessa líka fínu vinnu hjá Tæknibæ (computer.is) í Skipholtinu og líkar svona líka vel. Er þar á verkstæðinu og er nóg að gera, sem er mjög gott.

Við erum búin að vera hér í tæpa 2 mánuði og líkar bara ágætlega. Thelma var ein af fáum sem fékk inn á stúdentagarðana svo við sleppum ágætlega leigulega séð. Við fengum meira að segja íbúð á jarðhæð en þetta er 6. hæða bygging sem við erum í, svo þetta hefði getað verið verra. Hins vegar er íbúðin okkar akkúrat fyrir ofan þvottahúsið (sem er í kjallaranum) og vaknar maður því stundum við fallegan hljóm þvottavéla á þeytivindunni… en sem betur fer er þvottahúsið bara “virkt” milli 9 – 22 á daginn.. 🙂

Jæja ætla að kalla þetta gott og henda mér í bælið… góða nótt 🙂