allt annað líf með ad block…

Það er langt síðan ég sá svona viðbætur við þá vafra sem ég hef verið að notast við í gegnum tíðina. Prófaði fyrir einhverjum árum svona Ad Blocker fyrir Firefox en fannst hún aldrei virka eins og hún átti að gera… Auglýsingar poppuðu upp næst þegar ég heimsótti viðkomandi síðu o.s.fr.v. Hins vegar er ég kominn aftur yfir í Google liðið og nota Chrome í dag sem er orðinn allt annar vafri en þegar ég prófaði hann fyrst, enda var hann bara beta þá. En eftir að “ógeðis-huge-ass” auglýsingarnar fóru að birtast á mbl.is varð mér aftur hugsað til þessa sniðuga apparats og fór að leita að svona viðbót fyrir Chrome-inn. Og viti menn, auðvitað fann ég þetta með hjálp Google. Hérna er kvikindið og eftir að hafa sett þetta upp og stillt á þessar helstu síður sem eru á vefrúntinum hjá mér velti ég því fyrir mér hvernig ég gat þolað þetta endalausa auglýsingaáreiti. Þvílíka snilldin að lesa fréttasíðurnar, fótboltasíðurnar og ég veit ekki hvað og hvað eftir að ég setti þessa snilldar viðbót upp.

Ég ætla að láta fylgja hérna nokkur dæmi þar sem sést hvað best hversu stór þáttur af vinsælustu síðunum auglýsingar eru – mbl.is, fotbolti.net og eyjafrettir.is :