2 árum seinna…

Já komiði öll sæl og blessuð! (þ.e.a.s. spider-spam-comment vélarnar sem hafa haldið áfram að heimsækja þessa síðu eftir að ég lagðist í blogg-dvala, ekki nema um 7000 comment í spam síunni)

Góð tvö ár liðin síðan ég setti eitthvað hér inn síðast. Ég veit ekki nákvæmlega hvað varð til þess að ég stoppaði, en gruna þó sterklega eitt fyrirbæri sem ég held barasta að sé að taka yfir heiminn! Já ég er að tala um facebook… ég er alltaf að sjá betur og betur hvað þetta er viðbjóðslega ávanabindandi. Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé laus við þetta, en stend svo sjálfan mig að því að vera lesa statusa frá hinum og þessum, skrolla niður og lesa fleiri og fleiri tilgangslausa statusa! Og nú eru símarnir orðnir það tæknivæddir að fólk er á facebook útum allt… eins og ég segi, þetta apparat er að yfirtaka heiminn. Fólk getur ekki lifað af korter án þess að tékka hvort það sé búið að kommenta á statusinn, myndina eða linkinn sem það var að setja inn…

En eins og með allt nýtt þá dalar áhuginn eftir sem tíminn líður og ekki fyrir svo löngu síðan fór ég að hugsa til bloggsins aftur. Ég kíkti á þessar helstu bloggsíður sem ég var að lesa og mér til mikillar ánægju eru margir af þeim enn að blogga (eða nýbyrjaðir aftur). Svo eru auðvitað komnir atvinnubloggarar (pressupennar, fínna nafn) og vefir þar sem gestaskrifarar eru fyrirferðamiklir, eiginlegir gestabloggarar. Þar má til dæmis nefna vefina menn.is & bleikt.is sem maður sér svo reglulega inni á facebook þar sem allir vefir í dag eru komnir með tengingu inn á til að auka lesendafjöldann.

En já, hér er ég allavega kominn að einhverju leiti!  🙂

1 comment

Comments are closed.