frændur okkar…

Mikið er ég nú ánægður með frændur okkar Færeyinga. Haldiði ekki að þeir hafi samþykkt að lána Íslendingum rúmlega 6 milljarða króna vaxtalaust í þessum erfiðleikum sem við stöndum nú í. Þeir minna enn og aftur á sig enda að mínu mati alltaf litið upp til Íslands (í sinni sjálfstæðisbaráttu og öðru) þótt við höfum kannski ekki sýnt þeim neitt allt of mikla vinsemd til baka. Nú lána þeir okkur 300 milljónir danskra króna sem í dag eru eins og ég sagði rúmlega 6 milljarðar íslenskra króna, en hefði þetta sama lán komið fyrir ári væri það upp á um 3,6 milljarða íslenskra króna. Þess má einnig geta að þetta lán er samkvæmt Wikipedia um 2,3% af vergri þjóðarframleiðslu landsins (fyrir ykkur sem hafið verið í hagfræði).

Mig langar að tileinka þessa færslu frændum okkar Færeyingum og flagga ég því þeirra mjög svo fallega fána í tilefni þess! Þeir fá stóra fjöður í hattinn sinn frá mér.

Færeyski fáninn
Færeyski fáninn

1 comment

Comments are closed.