tyrkland…

Ég vildi bara kasta kveðju á liðið héðan frá Marmaris í Tyrklandi þar sem hitinn ræður algjörlega ríkjum. 32C° í skugganum klukkan 10 í morgun og vel yfir 40C° undir sólinni svo maður heldur sig bara inni við á þessum tíma dags, frá svona 12 á hádegi til 15 – 16. Annars er allt gott að frétta, smá bruni hér og þar en ekkert sem ræðst ekki við… enda komum við vel undirbúin. Um daginn kviknuðu skógareldar í fjallshlíðunum hérna rétt fyrir utan bæinn og lagði mikinn reyk yfir Marmaris auk þess sem mikil aska féll hér niður. Maður hefur nú aldrei upplifað skógarelda áður svona first hand svo þetta var svolítið spennandi, þyrlur fljúgandi fram og til baka og tóku sjó rétt fyrir utan ströndina þar sem allir voru að worka tanið. Munaði ekki miklu að tvö hús sem voru þarna í hlíðinni yrðu eldinum að bráð en þeim tókst að slökkva eldinn áður en það gerðist. Enginn slasaðist svo þetta er allt í góðu, versta er að það er talað um að þetta sé af völdum sígarettu sem hefur verið kastað út úr bíl… enda kæmi það manni ekki á óvart. Allur gróður hér er svo skrælnaður að maður þorir varla að prumpa ef það er tré í nágreninu… sérstaklega ekki eftir að hafa farið á Taj Mahal, sem er geggjaður indverskur staður 😉

Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Bið að heilsa heim á frónið… er ekki annars bara rigning og leiðindi þar?

7 comments

  1. 🙂 Nussss ég var næstum búinn að afskrifa þig sem bloggara 🙂 Svo mannstu náttúrulega að kaupa eh fallegt handa mér 😀

  2. Vúhúu ég bið að heilsa þér frá Krít þar sem er allavega ekki rigning 😀

  3. Það líst mér vel á Sindri… það styttist í þetta! 😉

  4. Ég vona að það sé ekki kviknað í þér útí Turkey

Comments are closed.