kveikjum eld…

Ég var ekki langt frá  því að hlaupa út á lóð með Liverpool treyjuna mína og bera að henni eld eftir leikinn í kvöld. West Ham 1 – 0 Liverpool. Ég píndi augun til að horfa á þessa skelfingu alveg til enda, eða þangað til West Ham fengu vítaspyrnuna og ég þoldi ekki meir. En svona fór nú það og spurning hvort við náum 4. sætinu í deildinni… Svo verður líka spennandi að sjá hvernig málin þróast í bækistöðvum Liverpool. Mun Benitez fjúka? Munu eigendurnir yfirgefa félagið? Eða kannski bara eitthvað allt annað… eitthvað þarf allavega að gerast, það er nokkuð ljóst.

En að öðru. Ég er tveimur áföngum í skólanum þessa önnina sem skera sig svolítið út úr þeirri flóru áfanga sem ég hef tekið í gegnum tíðina. Þetta eru áfangar sem heita Rekstrarhagfræði 103, sem kemur að almennum rekstri og umsjón fyrirtækja og stofnana,  og Viðskiptafræði 113, sem er markaðsfræðiáfangi og hefur komið mér mikið á óvart. Ég hef aldrei lært neitt þessu tengdu áður og verð ég að segja að þetta sýnist nokkuð spennandi, allavega svona í byrjun annarinnar. Í Viðskiptafræðinni erum við að byrja á verkefni þar sem okkur var skipt niður í hópa, 2 og 2 saman í hóp. Hver hópur finnur sér viðfangsefni til að markaðssetja, má vera hvað sem er… fyrirtæki, vara eða þjónusta en það er eitt skilyrði, þetta þarf að vera fyrirtæki, vara eða þjónusta í Vestmannaeyjum.

Ég og Randver skelltum okkur saman í hóp og byrjuðum að brainstorma um hvað við ættum hugsanlega að reyna að markaðssetja í Vestmannaeyjum. Upp úr því komu nokkrar hugmyndir sem við eigum svo eftir að fínpússa, eins og t.d. Saltverksmiðja, Rauða lónið, endurmarkaðssetja Höllina sálugu og fleira og fleira. En ég verð að segja alveg eins og er… þetta er örugglega einn skemmtilegasti áfangi sem ég hef farið í… gæti ég hugsanlega verið búinn að finna eitthvað sem ég væri til í að vinna við í framtíðinni? Eða er þetta bara það að ég er að prófa eitthvað nýtt…?

Jæja… það kemur bara í ljós. 🙂

4 comments

  1. Hæj.. Bara kvitta fyrir.. Dáldið langt síðan að ég kíkti seinast 🙂

  2. Síðan þín hefur verið tilnefnd í kosningu á Slinger.tk.
    Frekari upplýsingar er að finna á síðunni Slinger.tk

Comments are closed.