létt áfengi í verslanir?

Var rétt í þessu að lesa frásögn manns hér í bæ, þar sem hann lýsir því að hann hafi orðið vitni af því að unglingur í Grunnskólanum hér í Eyjum hafi verið að drekka áfengi fyrir utan húsið hans klukkan 9 um morguninn á skólatíma. Strákurinn var að gúffa í sig hálfum líter af bjór eldsnemma um morgun og það á skólatíma. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að orða mín viðbrögð við þessu, ég er eiginlega bara orðlaus. Þetta eru að sjálfsögðu skelfilegar fréttir og ættu vonandi að vekja viðbrögð foreldra og kennara hér í bæ. Maður vissi svo sem að það eru alltaf einhverjir krakkar sem byrja að fikta við áfengi í efstu bekkjum grunnskóla, en að um sé að ræða neyslu áfengis í byrjun dags, á skólatíma hlýtur að gefa til kynna að ekki sé allt með felldu heima hjá viðkomandi. Ég hef í það minnsta ekki heyrt um svona lagað áður.

En þetta var nú samt ekki ástæða þess að ég gaf mér tíma til að henda inn nokkrum línum. Í þessari frétt (sem er reyndar blogg frá Þorkeli Sigurjónssyni) talar hann um eigin reynslu af áfengi þegar hann var á grunnskólaaldri, og að sú reynsla hafi verið kveikjan að yfir 40 ára baráttu hans við Bakkus. Ég þekki ekki hans sögu, en samgleðst honum að hafa náð að vinna úr sínum vandamálum að sjálfsögðu. Ég er bara ekki sammála honum þegar hann segir að með “meiru og betra aðgengi” að bjór og léttvíni, (þar sem hann er að tala um frumvarp sem var lagt fyrir á Alþingi og felur í sér að bjór og létt áfengi verði selt í verslunum) sé verið að stuðla að aukinni unglingadrykkju – eða bara aukinni drykkju yfir höfuð.

Ég tel rót áfengisvandans liggja dýpra en í hversu auðvelt (eða ekki) það sé að útvega sér áfengi. Það vita það allir að unglingur sem langar í áfengi, reddar sér áfengi á einn eða annan hátt. Ég held ég geti nú alveg fullyrt það að unglingadrykkja hér á Íslandi er ekkert minni en í nágrannalöndum okkar, þar sem áfengi er selt í verslunum. Þvert á móti hafa Íslendingar orð á sér sem djammkóngar og eru til dæmis auglýstar ferðir hingað til lands þar sem tekið er fram að djammið í Reykjavík sé engu líkt þar sem djammað er fram á morgun og jafnvel lengur, og held ég það séu orð með réttu. Ástandið í miðbæ Reykjavíkur hefur örugglega aldrei verið skuggalegra, fréttir af líkamsárásum, stungum og þess háttar hafa aldrei verið fleiri en nú.

Ég myndi halda að aðstæður heima hjá þessum unga manni, sem Þorkell sá sötra á bjór fyrir utan heima hjá sér klukkan 9 um morgun á skóladegi, sé ástæða þess að hann snýr sér að áfenginu til að “deyfa” tilveruna. Það hvort ákveðið verði að selja áfengi í verslunum eða ekki mun örugglega ekki hafa nein áhrif á það hvort hann eigi eftir að gera þetta aftur eða ekki. Þetta er einstakt dæmi, ég hef allavega aldrei heyrt um svona lagað áður og maður skyldi ætla að ekki sé allt í lagi heima fyrir hjá viðkomandi. Er þá ekki réttara að eiga við þann vanda áður en farið er í að “fyrirbyggja” annan hugsanlegan vanda?

Maður spyr sig…

16 comments

 1. Það sem ég skil samt ekki er afhverju þarf þetta að fara í búðir ,það er nú ekki erfitt að fara í ríkið . Þó að mér finnist að ríkið eigi ekki að eiga einkarétt á þessu þá er ég samt á móti því að þetta fari út á hinn almenna markað . Ég er sammála að vissu leiti með að það yrði meira um unglinga drykkju eins og til dæmis er í öðrum löndum þar sem að krakkar fá sér í glas um 10 ára aldurinn , mér finnst það ekki eðlilegt!!!Svo er það líka með okkur Íslendinga við drekkum ekki eins og aðrar þjóðir. Hvernig er það yrði þá ekki að breyta lögaldri til að fá sér í glas eða yrði meðalaldur starfólks í búðum hækkaður , hvernig er það?? Ég verð bara persónulega að segja fyrir minn part að þetta vil ég ekki , mér finnst þetta fínt ,að skreppa bara í ríkið og fá góða þjónustu þar.

 2. Tjahh… þér finnst að þetta ætti ekki að fara í verslanir og þér finnst að ríkið eigi ekki að eiga rétt á einokunarverslun í áfengissölu eins og það hefur. Hver á þá að hafa söluleyfið? Þér finnst fínt að fara í ríkið og það finnst mér að vissu leyti ágætt bara líka. En ég vildi miklu frekar getað kippt með mér einni kippu af öl þegar ég færi að versla í staðinn fyrir að þurfa að stoppa á 2 stöðum.

  Hitt er annað mál að ég held að ef þetta gangi í gegn eigi unglingadrykkja ekkert eftir að aukast ef þetta fer í verslanir, unglingar munu ekkert fá að kaupa áfengi þótt þetta komi í verslanir frekar en í ÁTVR.

  Annað sem mig langar til að benda á að fari létt áfengi í verslanir mun væntanlega verða til samkeppni sem ekki hefur verið til staðar áður og verð myndi kannski lækka, í fyrsta skipti í laaaaaaangan tíma. Áfengisverð á Íslandi er eitt það hæsta í heiminum en _samt_ drekkum við eins og svín að flestra sögn. Það er íslenska ríkið sem heldur áfenginu svona dýru því það er að reyna að “passa upp á okkur” – en skilar það einhverju?

  Einokunarverslun er löngu úrelt fyrirbæri og á ekki að fyrirfinnast í lýðræðis löndum. Samkeppni er af hinu góða. Það er alltaf hægt að segja “en hvað með alkahólistana” – Hvað með þá? Ef þeir vilja hjálp þá leita þeir sér hjálpar, ef þeir vilja áfengi þá kaupa þeir sér áfengi, sama hvort það sé í ÁTVR eða útí búð.

 3. Mér finnst að það ætti að byrja á því að lækka áfengiskaupaaldurinn niður í 18 ára. Þetta er svo fáránlegt, að vera sjálfráða og mega gera allt 18 ára, nema að kaupa áfengi. Shit ég þarf að redda mér í ríkið fyrir brúðkaupið mitt! Haha. En ég hef ekki kynnt mér almennilega hvort að unglingadrykkja sé meiri löndum þannig að ég er ekki alveg viss hvar ég stend, er þó aðeins meira með heldur en á móti. Fannst mjög þægilegt að geta keypt áfengið þegar ég skrapp út í búð þegar ég bjó í London 😀

 4. Nákvæmlega Ólöf! Þar er enn ein aðferðin til að halda aftur af Íslendingum í drykkju, 20 ára aldurstakmark í ríkið. Að sjálfsögðu ætti þetta að vera 18 ár, þegar maður er lögráða/fjárráða. Nú eða hækka þann aldur upp í 20 ár til þess að þetta meiki eitthvað sens… sem ég tel nú samt verri hugmynd.

  Og fyrst þú nefnir London, þá er ég nú eiginlega svolítið hrifinn af þeirra djamm menningu, sem snýst eiginlega í kringum þann tíma sem undergroundið er í gangi því enginn tímir að taka taxa heim. Þar byrja menn bara að drekka fyrr og koma í staðinn fyrr heim. Hér erum við að draga þetta langt fram eftir nóttu, bara til að vera lengur… svo það verður engin nýting í deginum eftir. Ætli menn séu ekki að horfa svolítið til þessara landa, nú þegar það er í umræðunni að stytta opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík?

 5. Nákvæmlega!!!!! Gæti ekki verið meira sammála! Þegar ég fór á djammið úti þá var ég komin heim oftast ekki seinna en 3! Algjör snilld. Í staðin fyrir að vera að skrölta heim kanski um 6 eða 7 leytið! Ég sá að það er kominn í gang einhver undirskriftalisti sem ber heitið: Við viljum ekki stytta opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Ég vona að það skrifi ekki margir undir hann! Það er ekkert mál að vera kominn út um 10 leytið í staðinn fyrir kl. 1 eða 2! Tekur kanski smá tíma að venjast því 🙂

  Hver kemur með mér á djammið klukkan 9 um helgina? 😀

 6. Já svona er misjafn smekkurinn , en gæti ekki komið samkeppni á léttvíni í vínbúðumsem eru ekki á vegum ríkissins . Bara vínbúðir eins og þetta er . Nema að það sé atriðið að kippa einni með sér sem að mér finnst nú ekki allt of mikill kostur , verður þetta þá ekki í hvert skiptið sem að farið verður í búð þá er alltaf kippt einni með sér , stuðlar það ekki að meiri drykkju?Ég ætla samt ekkert að fara að rífast yfir þessu svona er smekkurinn misjafn eins og ég nefndi áður. En að hafa bara vínbúð sem að hefur brauð og svona hahaha bara asnalegt 😉

 7. Enginn að rífast… þetta heitir að ræða málin 🙂 Auðvitað eru skoðanir jafn misjafnar og menn eru margir, en það er allt í lagi að ræða málin er það ekki? 😛 Mér finnst þú bara tala svo mikið þannig að það hafi enginn stjórn á sinni drykkju og ef fólk fari að sjá áfengi í verslunum eigi það bara eftir að kaupa það í hvert skipti sem leiðinn liggur í búð. Ég hef nú meiri trú á sjálfstjórn okkar Íslendinga…

  En já, ég er sko til í að koma á djammið með þér klukkan 9 Ólöf! 😀

 8. Okey tek þig á orðinu sjáumst kl.9 á morgun! 😀

 9. hahaha BIggi þú er snillingur 🙂 Jú ég hef trú á Íslendingnum . Kannski er ég bara svona hrædd við breytingar og þar af leiðindum skil ekki hvers vegna það þarf að breyta þessu .En sumar breytingar hafa í för með sér betri tíma 😉 En Ólöf ég er sko alveg sammála þér með stytti opnunnar tíman þetta er allt og langt og vona ég líka að enginn skrifi undir þetta .

 10. Sammála með að færa djammið nokkrum tímum framar. Maður lét ekki sjá sig á böllum uppí höll fyrir kl 02. Mætti “ferskur” kl hálf 3, borgaði 2500 kall inn og var kominn út einum og hálfum tíma síðar að leita sér að eftirpartyi.
  Byrja dæmið bara fyrr svo dagurinn eftir verði ekki eins ónýtur og jafnvel dagurinn eftir það líka..

 11. Nákvæmlega.

  En því miður sé ég eitt stórt vandamál ennþá sem ég tel að sé meginástæðan fyrir þessari menningu okkar.. það er að fara út á djammið kl svona 1-2 um nóttina. Og það er helvítis okurverðið á öllu því sem heitir áfengi hérna.

  Flestir þeim sem fara út á lífið um helgar eru ung fólk.. og ungt fólk er yfirleitt í skóla eða að koma sér fyrir í sinni fyrstu íbúð og þess vegna hefur þetta fólk ekkert alltof mikinn pening milli handanna. Þess vegna verður fólk að beita þeirri taktík að sitja heima eða í partýum í heimahúsum og drekka áfengið sem það keypti í okurbúllunni ÁTVR, því þótt að það sé hreint rugl að borga +4000kr fyrir líter af vodka t.d. þá er það bara gjafaprís miðað við álagið á skemmtistöðum!
  kippa af bjór í ríkinu = 1000-1500 kall
  6 stórir á barnum = A.m.k. 3600 kall!!

  Og ef við förum að tala um sterkari drykki og kokteila.. jesús minn.. Ég óska þess heitt að lifa þann dag á íslandi þar sem hægt er að fara út á einhvern þægilegan stað um 9-10 leitið og hugsa “hmmm I feel like mojito tonight” Og drekka svo bara kokteila og svona án þess að barreikningurinn fyrir vinahópinn fari hátt í 100.000!!!!

  Ég er samt ekkert reiður sko.. maður verður bara pirraður á að hugsa um þetta 😀

  já og ef ykkur þyrstir í meiri reiði og angist mæli ég með: http://www.this.is/drgunni/okur.html

  Hlynsi

 12. Jáá langaði að bæta því við að mér þykir ekkert að því að vera heima í partýum og sona.. Reyndar farinn að sakna alíslensku partýanna svolítið, gítarstemning og svona.. einir þú spilar eitthvað fyrir mig um jólin 😀
  en þetta er samt sem áður rugl! 😀

Comments are closed.