sjómannadagshelgi & flensa…

Þá er þessi blessaða sjómannadagshelgi yfirstaðin og auðvitað nældi ég mér í einhvern flensuviðbjóð svona í blálokin á henni. Búinn að liggja uppi í rúmi þessa 2 frídaga sem ég ætlaði að nota í e-ð skemmtilegra en það allavega. En að helginni…

Það var vel tekið á því þessa helgina eins og svo margar aðrar sjómannadagshelgar, eiginlega aðeins of vel þar sem ég var búinn að lofa mig í vinnu á Café María bæði laugardag og sunnudag. Mætti samt ferskur í vinnuna á laugardeginum, en það var annað mál með sunnudaginn. Að vinna í eldhúsi alveg draugþunnur og svona eftir á að hyggja í byrjun veikinda er eitthvað sem ég vona að enginn (eða allavega ekki þið sem ég hef gaman að) upplifi. Annars tókst þetta nú bara mjög vel miðað við aðstæður, maður var að koma þarna í vinnu í fyrsta skiptið í 2 ár. Við Sigrún fengum allavega nokkur hrós á staðnum og meira að segja á ballinu var komið og þakkað fyrir frábæran mat… bara gaman að því 😉

Annars var þetta ball alveg svona ágætis yfir heildina. Ég þakka reykingabanninu fyrir að manni sortnaði ekki fyrir augun við að labba inn í Höllina, þvílíkur fjöldi fólks sem var mættur á þetta ball. En auðvitað var ekki opið upp… þetta er alveg óþolandi. Ég legg til að Þröstur kaupi bara allt sem er þarna uppi og noti þegar hann stækkar barinn sinn… fullt af kósý sófum, flottur bar sem er opinn allan hringinn svo það auðveldar aðgengi að honum… nefni þetta við hann næst þegar ég fer á Drífó, sem ég ætla samt að vona að verði ekki næstu helgi!

Annars er ég búinn að vera fastur í þessum leik í 2 daga… einstaklega ávanabindandi leikur sem ég fann á heimasíðunni www.black.is, sem ég er víst orðinn meðlimur að! Endilega kíkið á þessa síðu sem Gulli, Siggi bróðir og Aron störtuðu, verða þarna myndir af djamminu og fleira fyndið.

2 comments

  1. Einir við erum nátturlega snilldarkokkar;) getum þetta alveg þótt að það sé þynnka eða enþá fullur kanski bara hehehe :O)

Comments are closed.