styttist í þetta…

Já það er verulega farið að styttast í utanlandsferðina. Ég fer til Reykjavíkur á fimmtudaginn (á morgun tæknilega séð) og svo til London á laugardaginn. Við verðum þar í 2 daga og hitti svo á að mamma og pabbi verða akkúrat í London á þessum tíma svo við munum horfa saman á Eurovision hjá Þórhalli bróður og Hrund ásamt því að ‘fagna’ 24 ára afmælinu mínu daginn eftir.

Svo verður flogið til Nice í Frakklandi á mánudagsmorgun og ætlar hún Gvuní að taka á móti okkur með alls kyns kræsingum og að sjálfsögðu lofaði hún sól og blíðu! Þar verðum við í 8 daga og fljúgum svo aftur til London. Þar eyðum við 2 síðustu dögum af fríinu á TGI Fridays, sem er einn mesti snilldar veitingastaður sem ég hef komið á (allt annað en krapið sem er í Smáralindinni)

Nú er bara að fara að kjósa á morgun, fara í klippingu og pakka niður. Er eiginlega búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa, og í sambandi við farangur í þetta ferðalag ætla ég bara að taka eurotrip aðferðina sem við Árni Óli tókum 2004. Hún innihélt bakpoka en ég ætla þó að fá að stækka það í litla ferðatösku. Taka eins lítið af dóti með mér af því það er óþolandi leiðinlegt að ferðast með þunga tösku, plús það að maður kaupir sér alltaf sitthvað í svona ferðum, betra að vera með pláss fyrir það 🙂

Já svo skellti ég mér upp á Heimaklett í fyrsta skiptið á ævinni í dag, til hamingju ég, en við fórum nokkrir vel valdir í þessa ferð og tók ég að sjálfsögðu nokkrar myndir. Flestar voru þær ekkert sérstakar þar sem það var svona gráskýjað og leiðinlegt, en ég henti samt nokkrum myndum inn á flickR-ið.

8 comments

 1. Er ekki bara málið að vorkenna Ómari og kjósa hann……… eða ekki en allavega 2 dagar í mína ferð 😀

 2. Congrat með Heimaklettinn…
  Congrat með að vera búinn að ákveða hvert atkvæðið þitt fer…
  Og góða ferð til útlandanna!

 3. Ég öfunda þig svo að fara til London 🙁 Þú verður að kaupa eitthvað heví breskt handa mér.. heheh 🙂 Já ef þú fýlar ítalskan mat þá mæli ég eindregið með því að þig kíkið á veitingastað sem heitir Strada. Heimasíðan er http://www.strada.co.uk. Vægast sagt gjeeeðveikt gott að borða þar!! Allavega vona að allt gangi vel og bara bið að heilsa 🙂

 4. Já sammála Ólöfu, Strada veitingastaðurinn er algjör snilld, fór einmitt þangað um daginn, þú verður bara að fara á hann:)

  Góða ferð til útlanda og skemmtu þér rosalega vel:)

 5. hahaha gamli kall!

  En allavega, skemmtið ykkur vel úti !

  🙂

 6. Góða ferð og góða skemmtun, og hafðu það ógó gott í útlöndunum 🙂
  Knús frá DK

 7. Takk fyrir það allir 😀 Ég á eftir að skemmta mér konunglega og kem vonandi með sólina til baka 😉

Comments are closed.