kosningar…

Hvað á maður að kjósa?Já, það er að gerast. Ég ætla að blogga um stjórnmál, eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei gera. En allavega það sem hefur verið mér hugfangið þessa dagana eru þessar blessuðu alþingiskosningar. Gengið verður til kosninga þann 12. maí og ég veit bara ekkert hvað maður á að kjósa!

Þegar ég hugsa út í það hvað það er sem ég vil að flokkurinn sem ég kjósi hafi á sinni stefnuskrá er aðallega þetta:

 • Stórbættar samgöngur milli lands og Eyja, ég vil óháða úttekt á kostnaði við göng áður en farið verður út í Bakkafjöru, en á meðan á því stendur þarf að fá stærra skip til að sigla hérna á milli. (sem mér skilst að allir flokkar í suðurkjördæmi séu með á oddinum nema Samfylkingin)
 • Bætt kjör fyrir fólkið sem átti þátt í því að gera Ísland að því sem það er í dag. Já ég er að tala um eldri borgara, það er skammarlegt hvernig er komið fyrir mörgum hverjum, 3 – 4 og jafnvel fleiri saman í herbergi. Hjónum stíað í sundur og ég veit ekki hvað og hvað.
 • Tvöföldun Suðurlandsvegar þarf að byrja helst í gær, hvað þurfa margir að deyja þarna eða lenda í alvarlegum slysum svo eitthvað sé gert í málunum.
 • Tryggja sjávarútvegi á landsbyggðinni örugga starfsemi, en eftir því sem ég get best séð af vafri mínu um síður flokkanna (sem eru mis auðveldar í leit að upplýsingum um stefnumál) er að Frjálslyndi flokkurinn sé sá flokkur sem ætli að beita sér fyrir hruni byggðarlaga úti á landi og fækkun íbúa.

Þetta er svona það sem er efst á baugi hjá mér þegar ég hugsa til þessara kosninga og nú er bara að leggja höfuðið í bleyti því ég þarf að kjósa utankjörstaðar í næstu viku. Kallinn er náttúrulega að fara til London 12. maí 😉

En eru ekki fleiri í sömu sporum og ég? Eða eruði öll harðákveðin?

13 comments

 1. Ég er eignlega bara mjög sammála þér um þessi málefni sem þú telur upp.
  Ég á líka frekar erfitt með að ákveða mig. Þá stendur valið á milli S og VG. Kýs ekki D og alls ekki B og ég hef heldur ekki mikinn áhuga á að kjósa nasistaflokk.
  Ég hugsa að ég velji á milli þessara tveggja flokka eftir frambjóðendum og þar satna hæst Atli Gísla og Róbert vinur minn 🙂
  Ég vil allavega fá breytingar í ríkistjórn það er eitt sem víst er. 😉

 2. Frá mínum bæjardyrum séð (kannski pínu litað ennnnn) þá standa málin þannig fyrir okkar blessaða bæ… Lúðvík er öruggur, Árni Johnsen er öruggur… og eini Vestmannaeyingurinn sem á séns en var ekki inni á þingi í síðustu könnun er Róbert Marshall… þannig að ef við viljum að okkar málefni fari örruglega inn á þing vill ég eins marga Eyjamenn á þing og mögulegt er!
  Og svo langar mig að benda þér á síðu Marshallsins http://www.marshall.is/ þar sem hann skrifar akkurat um gönginn og stefnu flokkanna í þeim málum!

  Gangi þér vel að velja!!!

 3. Nákvæmlega sama og ég hugsaði. (Mér er samt nett sama um Lúlla)
  En mér fannst samt frekar asnalegt af Björgvini að vera eini sem setti ekki samgöngumál Vestmananeyja í flokk með brýnustu samgöngumálefnum af öllum flokkunum í blaðinu um daginn…

 4. Hjartanlega sammála… aulalegt hjá Björgvin!
  … höfum við tvær bara áhyggjur af því hvar Einis atkvæði mun lenda???

 5. Ég þakka kærlega fyrir þessi innlegg frá ykkur báðum 2! Hafa opnað nýjan vinkil í þessu flókna dæmi en að sjálfsögðu er það rökrétt hugsun að koma sem flestum Eyjamönnum á þing. Verð að vera sammála Ólöfu í því að ég vil fara að sjá breytingar í ríkisstjórn!

 6. Dreg til baka fyrri ummæli mín um aulaskap Björgvins… í ljós leiðréttingar Blaðsins, þar sem fram kemur að “fallið hafi út ein málsgrein í svari Björgvins”.
  Sem sagt …. ummæli mín myndu þá hljóða svona…. aulalegt hjá blaðamanni blaðsins að hafa ekki rétt eftir frambjóðendum… sérstaklega í þessu máli!!! Bara hægt að drepa pólitíkus með svona löguðu!!!

 7. Já,,. og leiðréttingin var… “Við vinnslu umfjöllunnar Blaðsins féll út niðurlag ummæla Björgvins þar sem hann segir nýjan Herjólf og rannsóknir á jarðgöngum forgangsmál Samfylkingarinnar”

 8. Já þetta líkar mér. Sem betur fer!! Ég var svona eiginlega búin að ákveða að kjósa S en eftir þetta fór ég að pæla aftur!
  Já vá þvílíku mistökin!!

 9. Vá vinstri spjall =)

  Ætlaði bara að benda á það að Frjálslyndi flokkurinn er með heimskulegustu sjávarútvegsstefnu sem upp hefur komið og miðað við allan þann kvóta sem keyptur hefur verið til eyja síðastliðin ár er allveg pottþétt að einhverjar útgerðir í eyjum fara á hausinn ef frjálslyndir fá sínu framgengt auk þess sem laun sjómanna munu lækka og er þetta ekki öfundsvert djobb fyrir!

  VG sýnist mér ætla að stoppa alla atvinnu og byggja upp byggðirnar í landinu með hagvextinum (sem þeir útskýra ekki hvaðan kemur)

  Hef ekki kynnt mér B þar sem kosningaskrifstofan þeirra er aldrei opin. En fyrir mér kemur ekkert annað en S og D til greina!

  Vill persónulega alls ekki sjá D úr ríkisstjórn þar sem það er bara staðreynd að staðan á Íslandi er margfalt betri en hún var fyrir 16 árum þegar síðasta vinstri stjórn hrökklaðist frá völdum. Það er vissulega rétt að hagvextinum er ekki jafnt skipt á milli fólksins í landinu, en það er þó svo að kaupmáttur allra hefur aukist þó svo það hafi verið mismikið. Sem ég myndi ætla að væri betra en ef kaupmáttur allra hefði staðið í stað. Minnir að kaupmáttur fólks hafi hækkað um minnst 26% (engin ábyrgð tekin á þessari tölu!) og myndi ég ætla að það væri skárra en að kaupmáttur allra hefði hækkað um 26%. Hugsið aðeins um þetta!

  2. sæti á lista SÞ yfir hvar best er að búa segir manni nú líka ýmislegt.

  En líkt og stelpurnar vill ég sjá sem flesta eyjamenn á þingi en er alls ekki til í að fórna hagvextinum og góða lífinu fyrir það!

 10. Það er nú ekki allir á Íslandi að lifa góðu lífi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda það…
  Ég er líka orðin dauðþreytt á að heyra það hvað allt eigi eftir að fara til fjandans ef að Jafnaðarmenn komist í stjórn.
  Það löööngu kominn tími á breytingar í ríkisstjórn.
  VG ætla ekkert að stoppa alla atvinnu. Segiru þetta bara útaf þeir eru á móti stóriðjustefnunni? Ég er líka á móti henni. Það þarf að hugsa aðeins lengra en 70-100 ár fram í tímann.

Comments are closed.