kominn heim, og það fyrir löngu…

Já við komum heim frá útlöndunum á fimmtudaginn í síðustu viku. Það hefur verið nóg að gera hjá manni eftir það að heilsa upp á fólkið, taka upp úr töskum, taka til eftir það og vinna. Svo var auðvitað Eyjafest hérna um helgina, en Árni Óli & Hjörtur tóku sig til og skipulögðu heila helgarskemmtun hérna í Eyjum þar sem þeir fengu til liðs við sig nokkrar af efnilegustu rokkhljómsveitum landsins og var þessu öllu saman troðið saman í dagskrá sem teygði sig frá föstudegi til aðfaranótt sunnudags. Þar sem ég var að vinna á föstudaginn komst ég ekki fyrr en á laugardaeginum og ekki varð maður fyrir vonbrigðum. Ég fór með Þóri (kærastanum hennar Elenu systur) og sá maður hljómsveitir á borð við Leaves, Hoffman, Brain Police og Wulfgang. Ég ætla bara að vona að hátíðin hafi gengið vel og að þetta verði gert að árlegum viðburði!

Annars er maður nú bara búinn að vera að vinna, lítið að gera reyndar í Féló þar sem krakkarnir eru nú frestir í prófum. Styttist svo í að vinnuskólinn byrji og get ég ekki beðið eftir að vera að vinna úti í sumar 😉 Einu sinni áður verið flokkstjóri í vinnuskólanum en það var árið 2003, orðið svolítið langt síðan.

Svo er ég að fara að ræða við Helenu og Stefán á Café, þau vantar víst kokk í sumar og gæti vel verið að maður myndi næla sér í einhverja aukavinnu hjá þeim svona þegar vantar. En það kemur betur í ljós í kvöld þegar ég fer og spjalla við þau.

Já það er allt að ske hjá manni hérna í Vestmannaeyjum. Ætla samt að fara að kalla þetta gott en ætla nú ekki að gleyma að láta ykkur vita af myndunum úr ferðalaginu, þær eru komnar inn í myndaalbúmið mitt, sem eins og allir vita, ég er mjög svo duglegur að uppfæra 😀