rólegheit…

Þessi helgi var nú bara tekin rólega. Tók að mér að fara upp á Selfoss með krakkana úr Féló á landsfund félagsmiðstöðva á laugardagsmorgun og átti að koma aftur samdægurs, en ákvað að framlengja ferðina til mánudags og kíkja í bæinn. Það sem einkenndi þessa annars ágætu ferð mína til borgar ótta og volæðis var rólegheit og chill í faðmi fjölskyldunnar heima hjá Elenu systir.

Fór svo í gær með Sigga bró á TMNT eða Teenage Mutant Ninja Turtles, en við vorum forfallnir Turtles aðdáendur þegar við vorum yngri.. bara gaman að sjá þessa mynd 🙂 Skellti mér svo heim til Eyja með fyrri ferð Herjólfs í dag og er núna í vinnu uppí Féló. Páskafríið að kicka inn og fjörið sem því fylgir hérna í Vestmannaeyjum verður örugglega ekki af verri endanum frekar en vanalega… þetta er eins og hálfgerð Þjóðhátíð.

Talandi um Þjóðhátíð… djöfull er orðið stutt í hana maður lifandi! Ég þarf að fara að koma með niðurtalningu í kvikindið hérna á síðuna…

En þangað til næst…