draumar…

Ég hef oft pælt í því hvað draumar eru merkilegt fyrirbæri. Ekki það að ég trúi á það að eitthvað sé hægt að lesa úr draumunum heldur meira af hverju dreymir mann? Nú er ég reyndar þannig að ég man yfirleitt aldrei eftir draumum sem mig dreymir, en það kemur þó fyrir að ég muni einn og einn, og þá helst ef það er einhver spenna í þeim. Eins og núna um daginn dreymdi mig að ég væri að taka þátt í vestmannaeysku Amazing Race… Allt í lagi með það og ég var að sjálfsögðu langfyrstur í þrautunum, sem voru meðal annars að borða líter af ís úr Ísjakanum og drekka kók með, hlaupa svo niður í bæ og taka kollhnísa niður Stakkó, þaðan átti að fara upp í Breiðablik (húsið sem mamma og pabbi Gullu eiga) og fara upp á efstu hæð, út á þak og síga niður.

Eftir það fór ég (langfyrstur auðvitað) niður í Akóges þar sem voru fyrir handlóð sem ég átti að lyfta nokkrum sinnum, man ekki alveg… Svo þegar þrautirnar eru að klárast og ég alveg langfyrstur er að koma í mark fer ég allt í einu að hlaupa geðveikt hægt! Og alveg sama hvað ég reyni, ég hleyp bara alltaf hægar og hægar… það verður auðvitað til þess að allir ná mér og fara frammúr mér!!

Ég bara spyr, hvað í fjandanum er málið með þetta í draumum? Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona lagað kemur fyrir mig… Oft dreymir mig t.d. að ég sé að flýja eitthvað og næ ekkert að hlaupa hratt. Algjörlega óþolandi, og að vakna eftir það að hafa tapað í Amazing Race var alls ekki að gera sig… þetta skemmdi daginn fyrir mér!

5 comments

  1. Þú ert náttúrulega bara klikkaður með þessa blessuðu drauma þína . Ég gleymi aldrei berbjósta flugfreyjunum þínum . hahahahah 😉

  2. Já nákvæmlega!! þetta kemur ótrúlega oft fyrir mig líka. Til dæmis þegar ég gat flogið í draumi urðu flugferðirnar alltaf styttri og styttri og svo gat ég ekki flogið lengur. Svo var einusinni eitthvað að gerast, eldgos eða eitthvað álíka og ég ætlaði að láta alla vita en gat það ekki því ég var búinn að missa röddina.. Og svo auðvitað það að geta ekki komist neitt áfram allt í einu þegar eitthvað er í húfi 🙂

    er ekki eitthvað um svona í draumráðningabókum? :Þ

  3. jú eitthvað um að það sé ekkert að marka draumaráðningarbækur.

    Nema þær sem sálfræðigreina þig útfrá draumum, ef svoleiðis bók er þá til!

Comments are closed.