váááá…

Ok, það er bara kominn mánuður síðan síðast. Það náttúrulega verður að takast með í reikninginn að ég grillaði móðurborðið í tölvunni minni í febrúar og það tók sinn tíma að drulla nýju kvikindi frá Reykjavík til Eyja. Ég var alveg að verða geðveikur svona tölvulaus. Ferðatölvan náttúrulega búin að vera í viðgerð í tæpa 3 mánuði í London hjá Þórhalli. En það hafðist fyrir rest og ég setti kvikindið upp, skellti meira að segja Windows Vista í hana og ég verð bara að segja að það lofar andskoti góðu. Lookið er bara geðveikt… en öryggið er líka orðið eiginlega of mikið, eins og ykkur sé ekki drullusama =)

Annars fór maður í borgina um helgina þar sem Samfés (ball og söngvakeppni félagsmiðstöðvanna) var haldið. Við fórum með 35 krakkagemlinga héðan úr Eyjum sem voru alveg til fyrirmyndar alla helgina, ekkert hægt að kvarta undan þessum snillingum. Tók reyndar eftir einu á ballinu sem sló mig (og fleiri fararstjóra sem ég talaði við þarna) soldið, en það var klæðnaðurinn á stelpunum þarna! Guð minn almáttugur… þetta eru krakkar úr 8-10. bekk grunnskóla og stelpurnar eru alveg stífmálaðar og ekki nóg með það heldur eru þær í svo stuttum pilsum að ég veit ekki hvort hægt sé að kalla þetta pils lengur. Held ég taki nú bara í sama streng og Sigþóra, sem segir að þetta séu ennisbönd úr gallaefni… hahahahaha 😀

Annars er nú lítið að frétta af manni. Fæ ferðatölvuna á morgun… þannig að maður ætti að geta farið að taka sig á í skólanum, þar sem maður er nú kominn soldið eftir á þar. Maður rífur sig upp úr þessu eins og maður er vanur að gera.

Mig langar svo að enda þetta á því sem hefur farið í pirrurnar á mér síðastliðna daga… bara svona til að let it all out:

 • Póstur sem stílaður er á “Eyni Eynisson”
 • Fólk á sunnudagsrúntinum á öðrum vikudögum!
 • Umferðin í borg viðbjóðs
 • Stressið í borg viðbjóðs
 • Borg viðbjóðs
 • Þráðlausa netið hjá mér…
 • Óvissa með hitt og þetta
 • Hvað ég er gleyminn
 • Hvað ég er latur við að taka ljósmyndir
 • Hvað ég er latur við að blogga 😀
 • Hvað ég er latur við að spila á gítarinn…

Þá er það komið… =) Ætla að kalla þetta gott í bili, kem svo með mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum þegar hann kemur í hús á morgun! Hann er víst voðalega sprækur og ég get bara ekki beðið eftir að sjá’ann 😀