nýjasti fjölskyldumeðlimurinn…

Langaði til að kynna nýjasta fjölskyldumeðliminn… en við vorum að bæta við okkur öðrum ástarfugli (Lovebird) sem er svona líka ótrúlega hress og sprækur. Fengum hann gefins frá fjölskyldu í bænum sem hafði að ég held ekki tíma til að sinna honum, þar sem Lovebirds eru mjög miklar félagsverur. Þau skírðu hann Ottó og ég held barasta að við ætlum að halda því nafni. Figo & Ottó… Þeim kemur ágætlega saman, eru svona að kynnast hvor öðrum en þetta lofar allavega góðu til að byrja með… svo er bara að bíða og sjá.

Hérna er allavega mynd af honum: