hjólreiðatúr…

Já ég skellti mér í hjólreiðatúr í góða veðrinu í gær. Mikið er ég nú feginn að það sé alveg að koma sumar og maður geti farið að gera meira af því að njóta þess að vera úti. Svo ég tali nú ekki um að það er hundrað sinnum skemmtilegra að taka myndir í góðu veðri en rigningu og viðbjóði. Það er einmitt það sem ég gerði í gær, ég tók myndavélina með í för og smellti af nokkrum kvikindum. Komst reyndar að því að eg þarf að fara að hreinsa allt draslið mitt, búið að safna ryki allt of lengi.

Svo er það helgin næsta. Ég tók að mér að fara með 2-3 krakka úr Féló á landsfund félagsmiðstöðva sem haldinn verður á Selfossi næsta laugardag og er svona að velta því fyrir mér hvort maður eigi að framlengja þeirri ferð og kíkja í bæinn yfir helgina. Mamma og pabbi verða einmitt í bænum svo það er spurning hvort maður breyti ekki út af vananum og kíki í bíó og kannski eitthvað út að borða og svona fínerí… en það kemur allt í ljós.

Jæja ætla að kalla þetta gott og láta fylgja eina mynd af því sem ég tók í gær, getið séð restina á flickR síðunni minni.

1 comment

  1. Hæhæ 😉 flott síða hjá þér…og geggjað töff mynd. Haltu áfram að taka myndir…enga leti ;);)

    kveðja frá borg óttans Börgendí ;);)

Comments are closed.