við erum ekki einir lengur…

Búið að vera helvítis vesen á hýsingunni hjá mér. Spurning um að framlengja ekki hjá þessum álfum þegar samningurinn rennur út, Þórhallur bróðir var svo góður að bjóða mér hýsingu á servernum sem hann á… sem ég hugsa að ég þiggi með þökkum. Síðan lá niðri í einhverja 2 daga, en samt aðallega vegna þess að ég gat ekkert gert í því um helgina, og þá komum við að aðalefni þessa bloggs 😉

Já, ég skellti mér ásamt hele familien til Reykjavíkur síðustu helgi þar sem tilefnið var skírn á litla gullmolanum hennar Elenu systur og hans Þóris mágs. Eftirvæntingin og forvitnin skein úr hverju einasta andliti í fjölskyldunni og bara spenna í loftinu þegar loksins kom að því að Þórir sagði nafnið… Aðalsteinn Einir – Ég var að taka myndir eins og óður maður í skírninni en ég datt algjörlega út eftir að hafa heyrt nafnið… ég fann svona “vááá… ég á soldið meira í honum núna”, þótt krílið sé auðvitað skírt eftir öfum sínum. Ég heiti samt líka Einir 😀 Bara falleg athöfn í alla staði og kræsingarnar alveg að gera sig! Ég gerði kjúllaréttinn margrómaða sem svo gott sem hvarf ofan í gestina á nokkrum mínútum… ég fékk ekki einu sinni að smakka sjálfur. Annars var þetta bara ljúf og góð helgi, fór í snóker með Sigga bró, hittum þar Bigga og Gísla Böðvar. Ræðum úrslitin í tvíliðaleiknum ekkert frekar 🙂

Svo er ný skólavika bara gengin í garð og þar að auki hófst fjarnámið á mánudaginn. Byrjar bara rólega þar sem betur fer á meðan maður er að koma sér inn í þetta. Á að skila verkefni í Sögu303 næsta mánudag, kynna mér 4 ríki þar sem múslimar eru ríkjandi trúarflokkur og gera grein fyrir helstu atvinnuvegum, heilsugæslu, læsi og blablabla… Hörkuspennandi verkefni… :-.

Jæja, ætla að kalla þetta gott og skella mér í ræktina… Skelli hérna nokkrum myndum af fallegu fjölskyldunni og athöfninni: