nýtt ár…

Jújú, það er barasta komið 2007. Eigum við að ræða það hvað þessi tími er farinn að líða hratt? 24. aldursárið farið að hellast allsvakalega yfir mann og árgangsmót á leiðinni næsta sumar! Var einmitt hittingur hjá árgangnum milli jóla og nýárs og mættu um 30 manns á Conero til að spjalla um ákvarðanir og skipa í nefndir. Niðurstöður þessa fundar má sjá á heimasíðu árgangsins http://83.einir.com.

Annars er voðalega lítið að frétta. Nóg búið að vera um að vera í djamminu þessi jólin eins og vanalega. Auðvitað hefur maður líka spilað svolítið með familíunni og spilin sem staðið hafa uppúr þessi jólin eru nýja trivial (sem er bara ekkert sérstakt..), sequence & auðvitað catan 😉

Tók svo þessi líka snilldar áramót með Sigga Ara, Theo, Bixie og fleirum þar sem mér var gjörsamlega rústað í Buzz og ég sleppti við að borga fokking 2500 kall inn á áramótaball í Höllinni og láta svo okra á mér á ógeðisbarnum þar… WÚHÚ! Fólk var eldhresst á Drífanda og auðvitað fór maður þaðan út með öskubökkunum eins og vanalega… þaðan var haldið heim til Árna Óla þar sem var bókstaflega ENGINN. Gerðum okkur heimakomin í stofunni hjá honum til svona 9-10 þegar maður ákvað að koma sér heiiiim. Skál allir og takk fyrir frábær áramót!

GLEÐILEGT NÝTT ÁR !

Annars er bara skólasetning með öllu tilheyrandi á morgun og skólinn byrjar bara á föstudaginn… sjitturinn titturinn. Ætla að taka 2 fög í fjarnámi í FG nema að FÍV bjóði mér betur 😀

Jæja… þangað til næst…