hreyfingin skapar meistarann…

Haldiði að maður hafi ekki bara skellt sér á líkamsræktarkort í Nautilus (þeir sem voru að taka við líkamsræktarsalnum í Íþróttamiðstöðinni) ásamt rúmlega 500 öðrum Eyjamönnum. Fór fyrst í fyrradag og ég verð bara að segja að þessi salur er ALLT ANNAÐ en crapið sem var þarna… guð minn góður. Komin alveg GLÆný tæki og miiiiklu meira af tækjum og lóðum. Svo eru sjónvörp þarna eins og í sölunum í Reykjavík. Þó ekki eins mikil geðveiki og er í Sporthúsinu, þar sem ég var að æfa þegar ég bjó í bænum, en þar eru sjónvörp á hverju tæki fyrir sig næstum því. Þakka einmitt guði fyrir það að HM í fótbolta var í gangi þegar ég var að byrja að æfa þar og þar sem ég var ekki með Sýn í Rvk neyddist ég til að fara í ræktina til að horfa á leikina 😀

En já, bara gott að vera farinn að hreyfa sig aftur! Finn alveg hvað mér líður miklu betur… og farin að koma aðeins meiri rútína á daginn hjá mér. Sef ekki orðið á daginn og farinn að sofa snemma, ekki seinna en 23-00. Bara þægilegt. Er reyndar núna vel marineraður í harðsperrum… en það fylgir þessu 🙂

Annars er lítið að frétta. Skólinn bara eins og hann er, er reyndar að fara upp á land um helgina. Elena systir og Þórir eru að fara að skíra litla töffarann. Smáááá forvitni í gangi hvað hann eigi að heita, en það er náttlega ekki séns að reyna að draga það upp úr systur minni. En jæja, ég ætla að fara að horfa á Heroes eða Prison Break, erfitt val…
Bið að heilsa ykkur…