norðurlandsreisa – 1.hluti…

Jæja þar sem maður er búinn að vera undir stöðugri pressu um að drita frá sér eins og einum pistli eftir þessa snilldarferð norður get ég nú ekki dregið þetta lengur. En eins og ég sagði hérna áður fórum við 3 frækin í heljarinnar reisu norður yfir heiðar síðustu helgi sem tókst svona líka bara ljómandi vel. Ég hef ákveðið, þar sem það er af svo miklu að taka og mig langar alltaf að hafa myndir með svona ferðasögum að skipta þessu kvikindi niður í 2 hluta allavega, og sá fyrsti lítur hér dagsins ljós:
Föstudagurinn 22. september

Við skelltum okkur fersk að vanda í fyrri ferð Herjólfs á föstudagsmorgun og brunað í bæinn. Þar snæddum við á Subway að sjálfsögðu og tókum bensín og ég veit ekki hvað og hvað. Svo var lagt af stað norður og fengu lög eins og Starman með Davíð Boga og Ring of Fire með Jóni Reiðufé umtalsverða athygli okkar manna á þessari leið og var sungið hástöfum með. Að stuttu stoppi á Blönduósi undanskildu var brunað beinustu leið í höfuðborg Norðursins til að hitta þar fyrir hæsta mann sunnan Kolbeinseyjar, engan annan en Hlyn nokkurn Herjólfsson. Þegar þangað var komið bauð hann okkur í íbúðina sína meðan hann kláraði að dorga með nördavinum sínum úr Háskólanum (ég veit, ekki spurja mig…). Við vorum ekki lengi að þiggja boðið enda orðin leið á að hanga í bíl eftir 10 tíma ferðalag! Þar var opnaður fyrsti bjórinn og ekki var hann nú lengi að renna niður… maður ætlaði nú samt ekki að þora að setja bjórinn sinn inn í ísskáp hjá Norðlendingnum þar sem kjellinn var með KINDAHJÖRTU fyrir allan peninginn inni í honum. En maður lét sig hafa það, það sem drepur þig ekki styrkir þig! Svo mætti lítill Hlynsalingur í teitið sem þremenningarnir fræknu störtuðu þarna á Klettastígnum ef ég man rétt, og þá var nú ekki aftur snúið. Gleðin tók öll völd og ölið rann vel niður. Merkilegt hvað hægt er að spjalla um akkúrat ekki neitt í fleiri fleiri tíma og hafa gaman að. Svo þegar farið var að síga á áfengisbirgðir föstudagskvöldsins var ákveðið að kíkja í Háskólapartý, og ég auðvitað ímyndaði mér eins og maður sér þetta á netinu; þvílíku gellurnar berar að ofan, olíubornar og til í allt. Neinei, það kom sko allt annað upp á bátinn. Við lentum í partýi þar sem þorri fólkins hafði lent frekar aftarlega í röðinni (ef þið vitið hvað ég meina), reyndar fyrir utan eina… auk þess sem þarna voru 3 finnskir skiptinemar. Vá hvað við áttum eftir að skemmta okkur yfir þeim þetta kvöld… því sjálfkrýndur brandakall ferðarinnar, enginn annar en ég kom með hittara á borð við ‘við þurfum að fara að finna þessa Finna áður en þeir fara að finna á sér!’ og ‘finnum Finnana áður en Finnur finnur á sér’… Hahahahaha… ég hlæ ennþá að þessu 😀 En já Stefán sá svo um að halda fólkinu heitu með gítarglamri og munnhörpugauli þangað til við gleymdum næstum því að fara á ballið, stelpurnar í partýinu voru svo heillaðar af Stebbanum að maður varð að passa sig á að stíga ekki á tungurnar á þeim þegar maður labbaði um gólfin… Ég fór reyndar þarna í millitíðinni á smá rúnt með Svölu og Söndru vinkonu hennar (sem er btw geðveik!), en mikið djöfull hló ég nú að rúntinum á Akureyri! Ok, that’s it… það verður ekki hlegið meira að rúntinum hérna í Eyjum. HAHAHAHAHA Þvílík og önnur eins HÖRMUNG… það actually komast færri að en vilja á þennan blessaða rúnt, þetta er rúntur í kringum EITT hús liggur við. Ég hélt ég yrði ekki eldri. En já, svo skutluðu þær stöllur okkur á Sjallann þar sem Dr. Mister & Mr. Handsome voru að spila og Guðný bókstaflega hélt ekki vatni yfir þessu. En jújú, maður skemmti sér svosem ágætlega… Gaman að spjalla við Akureyringa og enn skemmtilegra að biðja um djúpsteiktan Akureyring í nætursölunni eftir djammið… Hahahaha… En við vorum þarna dansandi við einhverja moldleiðinlega músík drekkandi gin í tonik og ég veit ekki hvað og hvað… sátum og spjölluðum við kreisí háskólakrakka og bara alla krakka eiginlega… En svo þegar hiti fór að færast í leikinn hjá sumum (Hlyn & Stefáni!) ákvað minn að nú væri komið nóg og við skyldum fá okkur feita samloku og franskar fyrir svefninn og tölta svo heim til Hlynsans. Fórum reyndar smá leynileið sem ég fann heim til hans í gegnum skóg og runna og ég veit ekki hvað og hvað. En allavega, heim komumst við og þar hafði ég pantað mér dýnu til að sofa á og ætlaði mér sko að ná henni! Og gerði það reyndar að lokum… en þó ekki eins og ég hafði ætlað mér… á meðan fólkið fór að ‘mönnsa’ eitthvað fyrir svefninn dró ég út stóru dýnuna og faaaaðmaði hana að mér og það mátti sko enginn annar vera á henni nema ég. Samt var ég ekki alveg á dýnunni. Þetta var allt saman útpælt hjá mér því ég vissi að Guðný myndi ræna stæði á dýnunni og hún fengi aukasængina frá Hlynsa þar sem það var bara ein aukasæng. Svo seinna um nóttina rændi ég auðvitað sænginni af tjéddlingunni og svaf eins og engill. Mjög svo skemmtilegur endir á SNILLDAR kvöldi. Og þetta er sko bara föstudagurinn… ég veit að þið munuð bíða spennt eftir laugardagshlutanum og þar sem ég er á leiðinni til Reykjavíkur um helgina með Féló get ég ekki lofað ykkur henni fyrr en einhverntíman eftir helgi… Bíðiði bara róleg og reyniði að þrauka þetta…
Já og ég er auðvitað búinn að henda inn HELLING af myndum af þessu öllu saman!

Þangað til næst…