magnavaka…

Þá er maður staddur á Magnavöku hérna í skólanum og ég verð að segja eins og er að ég bjóst ekki við að sjá svona marga hérna. Ég og Arndís ákváðum að skella okkur og það er talað um að það séu yfir 100 manns hérna 🙂 og þegar þau nefndu það í sjónvarpinu að það væri Magnavaka í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hélt ég að þakið ætlaði af skólanum, þvílík og önnur eins stemmning. Fengum líka að heyra svolítið skemmtilegt þar sem Guðrún eða hvað sem hún heitir sem stjórnar Magnavökunni á Skjá Einum sagði að krakkarnir í FÍV (við) fengjum frí í fyrstu tveimur tímunum í fyrramálið. Okkur var nefninlega bara sagt að það yrði frí í fyrsta tímanum, svo auðvitað sofum við öll á okkar græna til 10 í fyrramálið vitandi það að við fáum ekki skróp.

En jæja, ætla ekki að hafa þetta lengra, MUNA AÐ KJÓSA KVIKINDIÐ!