ég fer á puttanum…

Þá er það komið á hreint. Ég og Steebman (og vonandi Guðný líka) ætlum að skella okkur á smá roadtrip norður yfir heiðar um helgina. Það verður Herjólfur í fyrramálið og brunað svo beint til Akureyrar (með kannski smá Subway stoppi í bænum ;). Ætlum að krassa hjá Hlynsa eða Svölu á föstudagskvöldinu en svo á laugardeginum ætlum við að skella okkur á ball á Ólafsfirði… já, ég sagði Ólafsfirði 😀 Þetta verður án efa eðal ródtripp og djöfull hlakkar mig til (já, ég segi MIG hlakkar til Ólöf!)

Annars lítið að frétta. Skólalífið gengur sinn vanagang, var í prófi í Íslandsklukkunni í morgun… gekk svona bara ágætlega, bjóst allavega við því verra þar sem maður hefur nú heyrt misfagrar sögurnar um prófin hjá Berthu. Mér fannst þetta allavega sanngjarnt. Vinnan er náttúrulega bara snilld! Gerðum brjóstsykur á mánudaginn var og djöfulsins snilld er það! Svo er ég að fara næstu helgi með Sigþóru og unglingaráðinu á landsmót Samfés þar sem öll unglingaráðin hittast og voða fjör… örugglega mjög gaman 😉

En já, ætla ekki að hafa þetta lengra…
Akureyri… watch out! =)