busavígsla & tjútt í kvöld…

Já það hlaut að koma að því að maður myndi sjá busavígslu í FÍV einu sinni enn. Alveg ágætis busavígsla svosem, þótt þessi hlaupabraut og smúlun í bland við klaka sé orðið svolítið þreytt og eiginlega bara ekkert fyndið lengur. Hins vegar voru atriðin inni í sal skólans mörg hver mjög fyndin… það er að segja þau sem voru ekki of mikill einkahúmor. Mjög skemmtilegt að sjá þarna vini yngsta bróðursins gera sig að fíflum fyrir framan ‘alþjóð’ en þess má til gamans geta að bæjarstjóri Vestmannaeyja lét meira að segja sjá sig á þessari busavígslu! Geri aðrir betur. Í einu atriðinu fékk ég að heyra upptöku af ástkærum bróður mínum syngja lagið Afgan með Bubba, og átti Ingibjörg að syngja undir með honum en hún söng ekki með, og verð ég að segja að ég skil hana mjög vel… enda seint hægt að toppa þessa einstöku söngrödd sem hann Ingólfur sýndi svo vel þarna á þessari upptöku! 😉

Annars er það bara afmæli í kvöld hjá þeim stöllum Önnu Margréti og Soffíu, en þær hafa beðið mig og Arndísi að búa til miða í tvo leiki sem farið verður í þessu partýi og eru það leikirnir “Er ég banani?” og “Actionary”. Við Arndís höfum ákveðið að halda fund í dag og koma okkur saman um hvernig þessu verður best hagað, hvaða leturgerð verður notuð, hvaða leturstærð henti hópnum best og síðast en ekki síst liturinn á stöfunum. Við búust við því að þetta verði langur og strangur fundur en allar hugmyndir eru vel þegnar í komment =)

Jæja, ætla að halda áfram í vinnu og hætta þessu bloggrugli!
Sjáumst rúllandi í kvöld…