‘þjóðhátíðarveikin’ að syngja sitt síðasta…

Góða kvöldið gott fólk. Já, þá er heilsan svona farin að skríða aftur í sama horf eftir þessa líka roooosalegu Þjóðhátíð. Ég var svo ljómandi heppinn að næla mér í hina dæmigerði þjóðhátíðarveiki vikuna eftir hátíðina þar sem maður lá bara með hálsbólgu, kvef og hita í svitabaði. Svaf lítið sem ekkert en það er svona að mestu komið í lag núna. Það er nú bara stutt frá því að segja að þessi þjóðhátíð treður sér tvímælalaust í topp 5 og sannaði ég það fyrir sjálfum mér að maður er ekkert að verða gamall. Hérna er Þjóðhátíðin mín svona í grófum dráttum:

Þriðjudagur:
Já við byrjum Þjóðhátíðina alltaf á þriðjudegi og árið í ár er engin undantekning. Byrjuðum heima hjá Sigga bró og eftir það var haldið áleiðis á Johnsen bar. Þar var ágætis stemmning en algjört pulsupartý svo við bræðurnir fórum á Conero og þaðan fór ég bara heim á leið. Stutt og tilþrifalítið djamm en það átti eftir að borga sig daginn eftir… eða þannig.

Miðvikudagur:
Á miðvikudeginum var þessu startað á KFS leik þar sem Trausti Hjaltason fór fyrir sínum mönnum eins og herforingi. Hörku stemmning var á leiknu sem KFS menn unnu að sjálfsögðu með engan annan en Magnadona í framlínunni. Eftir leikinn var svo farið heim til Bróa sem er búinn að smíða þennan líka fína bar í stofuna hjá sér. Vorum þar eldhressir þar til kvenfólkið fór að týnast inn með Margréti í farabroddi. Hjehje… létt spaug Magga mín, hörkufjör þar sem endaði svo heima hjá Ágústu á Brimó… eða hvað? 😛

Fimmtudagur:
Húkkarinn framundan. Byrjaði að sötra heima með fólkinu og tókum við aðeins fram gítarinn. Tókum Blister in the sun eins og sannir meistarar og komum okkur í gírinn á mettíma. Það varð bara til þess að mann langaði ekkert að fara en að lokum skaust ég heim til Ágústu og hitti Steingrím og Rósu, æskuvini af Búhamrinum í allsvaðalegu teiti ofar á Brimhólabrautinni. Biggi hafði ákveðið að hitta mig þar sem hann gerði, en ákvað í leiðinni að vera fyndinn og hella vatni yfir Steina sem svaraði í sömu mynt, nema með bjór. Hahahaha… við erum að tala um það að á miðju djammi þurfti lítill Einir að fara með litlum Bigga heim til ömmu hans til að fara í sturtu. En það var líka það sem drap mig. Helvítið gaf mér Jager í magic og kvöldið varð bara svartara og svartara eftir það. Endaði spúandi eins og múkki upp Heiðarveginn en komst sem betur fer heim. Fór víst á Prófastinn í millitíðinni en látum frásagnir af afrekum mínum þar í hendur einhverra annarra…. 😀

Föstudagur:
Fyrsti dagur Þjóðhátíðar runninn upp og fólk virkilega komið í fílinginn (þeir sem ekki voru þunnir allavega). Maður byrjaði að sötra upp úr kvöldmat og skelltum okkur í dalinn um 9 leitið. Kíktum í tjaldið til Sigurrósar og Eyglóar frænka minna sem taka alltaf jafn vel á móti okkur (og bara öllum) með alls kyns góðlæti, og ber þar helst að nefna tartaletturnar sem eru til að drepa fyrir og samlokurnar sem þær smyrja einmitt með þessu tartalettu gumsi… namminamm! Svo var það brekkan þar til kveikt var í brennunni en eftir hana var farið og skilað myndavélinni góðu heim og svo tekið rölt í dalnum, tjaldaflakk og fleira þar til við Bergdís fórum heim um klukkan 7.

Laugardagur:
Á laugardeginum var komin svolítil þynnka í liðið sem varð til þess að við gerðum lítið sem ekkert á laugardeginum. Við fórum frekar seint í dalinn eða uppúr 10. Drösluðumst af Brimó í dalinn og komum aðeins við í tjaldinu hjá frænkunum á leiðinni upp í brekku. Svo var komið sér vel fyrir og hlustað á frábæra dagskrá þetta kvöld áður en flugeldasýningin byrjaði. Veðrið setti óneitanlega strik í reikninginn þar sem það var rigning og þoka en þá er ekkert að gera nema geyma hluta flugeldanna þar til kvöldið eftir, sem þeir líka gerðu. Bjargvættur kvöldsins var án efa regnhlífin góða frá Ísjakanum! Takk kærlega fyrir hana pabbi og mamma 😀 Svo var það bara sama rútínan sem tók við, tjaldaflakk, rölt um dalinn og bekkjabílarúntar. Ég reyndar endaði á Prófastinum þegar Bergdís fór heim og var þar að langt fram eftir morgni og var sko ekki á leiðinni að hætta eftir það. Við fórum nokkur í partý til Svölu uppá Höfðavegi og vorum að til 2 eða 3 að deginum 😮 Það voru vægast sagt óblíð augun sem ég fékk þegar ég skreið inn um dyrnar heima um það leitið… :S En þetta var samt sem áður snilld og alveg ógleymanlegur svipurinn á Nonna kærasta Svölu þegar hann kom nývaknaður upp við lætin í okkur og þá kannski sérstaklega hinn ógleymanlega frasa “Hvað er AÐ ykkur?” 😉

Sunnudagur:
Það gafst nú ekki mikill tíma til að sofa þennan daginn en það kannski bjargaði mér að vera hálf mollý þegar ég vaknaði um klukkan 7 leitið. Fór beint í bjórinn og við fórum svo stuttlega eftir það niður í dal. Hitti einhvernveginn miklu meira af fólki þetta kvöld en hin (eða var ég bara í betra ástandi… =) og ég var líka mest í tjaldinu hjá frænkunum góðu þetta kvöld. Var krýndur Vestmannaeyjameistari á hristum þetta kvöld og fékk sérstakar þakkir frá gítarleikurunum fyrir magnað og taktfast hrist. Ég verð þó að játa að án Kjartans á skeiðunum hefði mér aldrei tekist þetta… Svo var djamminu auðvitað haldið áfram eins og enginn væri morgundagurinn. Fór meira að segja á Prófastinn eftir að hafa fylgt minni elskulegu Bergdísi heim kl 6. Var að með Bigga, Gísla Böðvari ásamt því að kynnast þarna heilmörgum sem ég man nú ekki alveg hvað heita allir… man allavega eftir 3 gaurum frá Mosó og einum frá Jan Mayen! 😀 Svo endaði ég djammið með Svölu, Karlottu og hennar vinkonum (Sykurpabba og fleirum) og auðvitað honum Jóni, sem fyrirgaf mér alveg lætin í mér nóttina áður 😀 Skokkaði svo heim eldhress kl. 11 á mánudagsmorgni.

Hmm… þetta varð nú aðeins lengra en ég hélt að þetta yrði og ég einhvernveginn efast um að einhver sé að lesa lengur 😀 Ég vil samt þakka öllu þessu frábæra fólki sem ég upplifði þessa Þjóðhátíð með. Þetta var snilld frá A-Ö. Sjáumst öll hress sem fyrst og pottþétt aftur á Þjóðhátíð að ári liðnu 😉