8 dagar…

Nú er farið að styttast allsvaðalega í stærstu skemmtun ársins, það er að segja Þjóðhátíð Vestmannaeyja og ef ég á að segja alveg eins og er þá get ég bókstaflega ekki beðið. Heimþráin er orðin það sterk að ég er búinn að biðja um að fá frí fyrr í vinnunni til að komast sem fyrst til Eyja! Enda er maður nú ekki beint mjög sjóaður í þessu, að vera burtu frá heimkynnunum og vinunum yfir sumartímann… þetta er fyrsta og vonandi síðasta skiptið…

En að þessu margumtalaða þjóðhátíðarlagi. Eftir að hafa bæði hlustað á kvikindið oft og mörgum sinnum og svo reynt það á gítarinn góða verð ég að segja að þetta lag er ekki eins slæmt og allir vilja meina. Bíðiði nú alveg með að fleima mig, ég ætla að útskýra. Lagið sjálft finnst mér vera vel samið og fínn texti (þótt ekkert sé minnst á Vestmannaeyjar, lundann, dalinn, brennuna eða peyja) og gæti alveg virkað í dalnum í annarri útgáfu en sú sem er á dalurinn.is – Það er bara í höndum gítarleikara dalsins að útfæra þetta í aðeins skemmtilegri og umfram allt lægri tóntegund en nú er í gangi, því það heyra það allir sem hafa hlustað á þetta lag að brekkan á eftir að hljóma eins og kattaslátrun ef við förum að reyna að hætta okkur í sömu hæð og þessi blessaða Hrund Ósk (heitir hún það ekki).

Og fyrst það er nú svona stutt í þjóðhátíð hefur maður verið að skoða gamlar þjóðara myndir og ég verð nú bara að skella einni eða tveimur hérna til að minna fólk á af hverju maður er að þessari vitleysu.. heehehe. Þessar myndir eru frá Þjóðhátíð 2003:

Ég veit ekki hvort maður eigi eftir að pósta einhverju hér fyrir Þjóðhátíð en ef svo verður ekki, þá vil ég bara óska öllum Gleðilegrar Þjóðhátíðar… Sjáumst í DALNUM!