siggi að meikaða…

Mikið er nú gaman að kíkja á Eyjafréttir og lesa svona skemmtilega frétt:

Sigurður Ari í liði ársins

besta skyttan hægra megin í norska boltanum

Eyjamaðurinn Sigurður Ari Stefánsson er í liði ársins í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Sigurður, sem gekk í raðir Elverum frá ÍBV síðastliðið haust, var útnefndur besta skyttan hægra megin, fékk 27,4% atkvæðanna, en Sigurður varð sjöundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 118 mörk.

Þá var Sigurður valinn annar besti nýliðinn í deildinni en það voru leikmenn í úrvalsdeildinni sem stóðu að kjörinu í samvinnu við norska handknattleikssambandið Geir Jomaas, Sandefjord, var útnefndur besti leikmaður deildarinnar.

Til hamingju með þetta Siggi minn… gaman að sjá að þú sért að blómstra þarna. Maður verður nú að fara að gera sér ferð til ykkar og kíkja í smá heimsókn… 😛