hvað er í gangi…

Er það ekki orðið eitthvað skrítið þegar maður er með lag á heilanum í 3 daga? Og hvað þá Nylon lag!? Já góðir hálsar, ég er búinn að vera með Nylon lag á heilanum síðastliðna 3 daga og þakka ég henni Bergdísi minni kærlega fyrir það. Þetta lag kom í útvarpinu þegar við vorum að keyra eitthvað og það var bara ekki séns að fá að skipta, svo við hlustuðum á þetta helvítis lag og það var bara ekki aftur snúið… LOSING A FRIEND?! Ég á eftir að handrota þessar stelpur eina af annarri þegar ég hef upp á þeim…
Og já, fyrst maður er nú í þessum gírnum þá er bara best að halda áfram á þessari braut og ausa úr skálum reiði sinnar… Nei ég segi svona, en það er ýmislegt sem fer í taugarnar á manni hér og þar í hversdagsleikanum. Sumt er eitthvað sem er tengt vinnunni og þið kannski fattið ekki, það verður bara að hafa það – Here goes… það sem fer í taugarnar á mér:

 • Strætógerpin í umferðinni
 • Að eiga ekki fyrir íbúð
 • Að vinna inni á sumrin
 • Mustang flísar
 • Duratex parketundirlag
 • Kúnnar sem hella sér yfir mann!
 • Hverfis
 • Kringlan
 • Smáralindin
 • Súrar gúrkur
 • Rasp
 • Finna ekki bílastæði
 • “Gaukur á stöööngin inn!” auglýsingin
 • Búa ekki í Eyjum
 • Vera ekki nær fjölskyldunni
 • Geta ekki ferðast meira
 • Vera orðinn fullorðinn
 • Þurfa að taka stórar ákvarðanir
 • Vita ekki hvað mig langar að verða
 • Reyna að finna út hvað mig langar að verða
 • Bensínverð
 • Íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu
 • Hvað ég er þrjóskur
 • Að ég drattist ekki í ræktina aftur
 • McDonalds & Burger King
 • Hvað ég er feiminn & óákveðinn
 • Hvað flugnám er dýrt
 • Hvað flest nám er dýrt…

Já… þannig var nú það 😛 Ahhhh… nú líður mér betur. Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra… kominn tími á Jay Leno og svo svefninn. Ekki verið að sofa vel undanfarið. Maður er mikið hugsi þessa dagana og er það örugglega bara málið. Þetta fylgir því örugglega að vera að eldast… maður er jú að verða 23 ára á laugardaginn…