einn kaldur…

Mikið er nú gott að setjast niður með lappann í fanginu og opna sér einn ískaldann mjöður eftir langan vinnudag. Maður róast svo niður og fer að hugsa um allt og ekkert. Mér varð hugsað til Þjóðhátíðar, fór inn á dalurinn.is, og viti menn… það er búið að ráða 2 aðal hljómsveitirnar og greinilega allt að ske í þeim málum! 😉 Í Svörtum Fötum & Á Móti Sól verða 2 af þrem stóru hljómsveitunum þetta árið, en þeir eiga eftir að finna/semja við þá þriðju sem mun einnig spila á Húkkaranum. Vá hvað mig er farið að hlakka til..
Svo er annað mál… nú er komin upp sú staða hjá mér að það virðist sem ég sé á leiðinni á skelduna, eða svona næstum því eiginlega. Tengdó bauð de hele familien út til Danmerkur í enda júní, en það vill svo heppilega til að við verðum úti í viku og þá akkúrat yfir Hróaskelduhelgina 😀 Og það eru að mér sýnist þónokkrir á leiðinni á skelduna úr mínum vinahóp svo það er aldrei að vita nema maður fái leyfi til að skjótast á Skelduna á sunnudeginum þar sem þeir eru nú svo sniðugir þarna að selja inn á sunnudaginn sér. Fær maður að sjá soldið af þessum snilldar böndum sem eru komin og svo auðvitað hitta allt fallega fólkið sem maður þekkir 😉

Annars er þessi hugmynd nú bara ennþá á teikniborðinu, en þetta yrði góð viðbót við snilldar sumar sem maður er farinn að sjá fram á.