eyjan mín fagra um helgina…

Þá er það komið á hreint, ég og Bergdís ætlum að skella okkur til Eyja um helgina. Nóg um að vera eins og vanalega og ekki spurning um að það verður hörkustuð. Siggi bróðir með innflutningspartý og Gaui orðinn 14 ára og ætlar hann að halda upp á það kallinn með kökum og sprelli 😀

Við semsagt komum með seinni ferð á föstudag og förum með seinni á sunnudag. Algjör lúxus að geta klárað bókunina bara á netinu. Hrós til Eimskips fyrir þá breytingu! 😉 Er það annars ekki rétt skilið hjá mér að það ætli bókstaflega ALLIR að djamma þessa helgi? Loðnan að klárast og svona… getur ekki annað verið!

Allavega… sjáumst í Eyjum um helgina folks… nema Árni… of Ólöf