uppistand & matarveisla…

Nú styttist orðið allsvakalega í helgina og fjörið sem henni fylgir. Piparsveinar Íslands voru nefninlega svo sætir að bjóða okkur Bergdísi (og nokkrum öðrum sem bæst hafa í hópinn) í mat á laugardagskvöldið 😀 Það er nú samt eiginlega búið að breytast í svona nokkurskonar matarveislu… Við verðum örugglega 7 – 8 manns þarna og ætla ég og Bergdís að elda hinn margrómaða kjúklingarétt auk þess sem Gísli ætlar að töfra fram einhverja steikina. Þetta verður alveg magnað án efa, rauðvín og fínerí 😉 Svo eftir matinn og smá spjall ætlum við að gerast svolítið menningarleg og kíkja á kaffihús… framhaldið mun svo bara ráðast þar en ég get næstum fullyrt að það innihaldi nokkurn bjór og jafnvel gin&tónik ef maður verður í góðu skapi 🙂

En að allt öðru. Ég og Gísli skelltum okkur á uppistand á Nasa í gærkvöldi. Þar komu fram allnokkrir skemmtarar, sumir fyndnir, aðrir ekki. Ágætis kvöld svosem en það sem fór mest í pirrurnar á mér var að við þurftum að standa allan tímann. Komum reyndar heldur seint, eða korter í 8, en uppistandið var auglýst klukkan 8. Við biðum hinsvegar til að verða 9 og þá steig loksins Sylvía Nótt á sviðið, en hún átti að vera kynnirinn á þessu kvöldi. Eins og mér fannst hún viðbjóðslega leiðinleg er ég eiginlega farinn að fíla hana svolítið… 🙂 En svo kom maðurinn sem skemmdi kvöldið, ógeðisgaurinn sem er að dansa með henni í Eurovision laginu hennar. Var í ógeðis-outfittinu úr laginu og henti Sylvíu af sviði sem kom svo bara ekkert meira við sögu þetta kvöld. Heldur sá viðbjóðsmaðurinn um að kynna eftir þetta og var alltaf ‘púað’ á hann þegar hann steig upp á svið og fólk vildi fá Sylvíu Nótt. Enginn hló að honum þegar hann reyndi að vera fyndinn og þá tók hann upp á því að rakka fólk úr salnum niður… hahaha… þvílíkur api. Það voru nokkur atriði sem stóðu uppúr en í heildina held ég að Elísabet úr Stelpunum hafi verið með besta showið. Talaði um kynlíf og barneignir af stakri snilld :’-D

Jæja ætla að kalla þetta gott, bið að heilsa ykkur (h)

PS. Langar svo að vekja athygli á því sem Sæþór skellti í gestabókina… endilega leggið leið ykkar hingað og hjálpið til við að koma Hoffman á Skelduna með því að setja þá í Nordic band nr. 1 😉