chillið búið…

Já nú er ljúfa lífið sem jólahátíðin ber með sér liðið. Við tekur blákaldur veruleikinn, vinnan. En mikið djöfull var nú gaman í Eyjum. Það er ekki laust við að ég sé kominn með viðbjóð á Herjólfi eftir að hafa heimsótt Eyjuna fögru 3 helgar í röð. Sem betur fer benti Elena systir mér á að hún og Þórir ætluðu til Eyja yfir áramótin með Bakkaflugi, þannig að ég og Bergdís auðvitað skelltum okkur með þeim. Algjör snilld. Eitthvað sem maður á án efa eftir að notfæra sér meira í sumar… og þó… Birgir Freyr frændi er nú að læra flugmanninn og hóaði í mig í partýinu hjá Þórhalli bró fyrir áramót og sagði mér að hóa í sig ef ég ætlaði til Eyja frá og með mars. Þá útskrifast hann sem einkaflugmaður og þarf þá að safna sér flugtímum fyrir atvinnuflugmanninn… Svo hann býðst til að ‘skutla’ manni til eyja ásamt einhverjum félögum sem mar myndi smala með, örugglega 5 – 6 sæta flugvél og við þyrftum bara að borga 5000 kjell fyrir vélina, sem hann leigir hjá flugskólanum…. baaaaaaara snilld 😀 ÞÁ verður sko ENGIN afsökun fyrir því að koma ekki oftar til Eyja. 😀

En já, annars bara lítið að frétta. Maður situr hérna uppí rúmi í lappanum á meðan Bergdís er á árshátíð með Steinunni vinkonu sinni. Ég held það sé hægt að telja það á litlaputta vinstri handar hvað þetta hefur oft gerst; Bergdís á djamminu og ég heima að nördast… 😛 Við tókum þónokkrar myndir yfir hátíðarnar og býst ég við að henda þeim inn í kvöld. Kominn tími á viðbætur í þetta blessaða myndasafn hérna. Maður er ekki alveg sá duglegasti að halda þessari síðu við.

Jæja, ætla að fara koma mér yfir til Elvars og spila smá WoW