jólin nálgast og eyjar á morgun…

Það þarf nú ekki að fræða nokkurn einasta mann um það stress og rugl sem fylgir undirbúningi jólahátíðarinnar, og þá sérstaklega hérna í Reykjavík. Guð minn góður. Ef maður ætlar í makindum sínum að skella sér í Bónus í hádegismatnum og versla sér smá í svanginn eru þar brjálaðar húsmæður á fjórhjóladrifnum búðarkerrum og skóflur til að moka ofan í. Maður er fyrir öllum og allir eru að flýta sér. Bara fyndið að sjá tvær mömmur rífast um síðasta svínahamborgarhrygginn sem var á 40% afslætti… en svona er þetta bara. Mig hlakkar ekkert smá til að fara til Eyja, fékk að vita í dag að það á að sleppa mér á morgun svo ég komist í seinni ferð Herjólfs annað kvöld. Ég var farinn að halda að ég færi ekki fyrr en á aðfangadag. Enda er ég eitt stórt 😀 núna.

Versta er að ég á eftir að kaupa 2 jólagjafir. Ég skelli mér í Smáralindina eftir vinnu í kvöld og klára þetta af. Það kom nefninlega í ljós, að eins og ég og Bergdís vorum nú ánægð að hafa klárað þetta allt úti… þá gleymdum við okkur sjálfum. Hefði orðið svolítið fyndið að það hefði bara gleymst 😀

Annars ætlaði ég nú bara svona að láta vita af mér. Ég er ekki dauður 😉 Og ef ég blogga ekki aftur fyrir jól vil ég bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hafiði það nú sem allra allra best yfir hátíðarnar