sunnudagurinn skemmtilegi…

Hvað er betra en að skella sér í matarboð hjá fjölskyldu kærustunnar eftir djamm alla liðlanga nóttina með félögunum? Sést alveg í kílómetra radíus hvað maður aðhafðist kvöldið/nóttina áður. Ég var einmitt að koma úr einu slíku með Bergdísi eftir að hafa verið á feiknarlegu djammi með Gaua & Aroni sem létu sjá sig í borg óttans um helgina þar sem þeir eru að fara á Sigur Rósar tónleika í kvöld. Auk þeirra var ég með Gísla Stefáns, Gísla Böðvari, Jónasi og Bigga. Helvíti fínt bara og var maður kominn heim rúmlega 5 og var svo vaknað í hádeginu til að fara í þetta blessaða matarboð. Var vægast sagt helvíti tussulegur.

Svo er það bara London baby á þriðjudaginn (já, þið fáið að heyra þetta allavega einu sinni enn áður en ég fer út… og svo nokkrum sinnum eftir að ég kem heim 😉 ). Maður er kominn með nettann fiðring í magann og farinn að hlakka svolítið til. Bergdís með þetta allt skipulagt hvað skal gera áður en við förum út og liggur við byrjuð að pakka niður. Þetta kvenfólk… Hvar væri maður samt án ykkar 😀
Jæja, ætla að taka sunnudaginn á þetta og gera barasta ekki rass í bala…