nóvember mættur…

Voðalega líður tíminn orðið hratt… ég sverða mér finnst ekki meira en svona 5 dagar síðan Manchester United tapaði 4 – 1 fyrir Boro í deildinni og þeir eru aftur búnir að tapa… 1 – 0 fyrir Lille í Meistaradeildinni… HEHEHE aðeins að skjóta á Rauðu Djöflana í vinahópnum 😉 En annars er það alveg satt… tíminn flýgur. Ekki nema tæpar 4 vikur í það að ég og Bergdís verðum í London hjá Þórhalli og Hrund. Vá ég get ekki beðið… ætlum að gera öll okkar jólagjafainnkaup þar auk þess sem maður kaupir kannski ‘smá’ af fötum á sjálfan sig… ekki veitir af 😀 Þannig að við eigum eftir að koma vel klifjuð til Íslands aftur… 😉
Horfði á Ástarfleyið áðan. Fínasti þáttur, loksins eitthvað að fara að ske í þessu. Halli kallinn á kantinum tekur sig bara vel út á skjánum, heillar stelpurnar greinilega uppúr skónum með gítarhæfileikum sínum… og djöfull fer þessi rauðhærða í mínar allra fínustu… athyglissýkin á hæsta stigi og lætur eins og hún eigi pleisið, minnir mig á ónefnda frænku mína. Ef henni verður ekki hent frá borði í næsta þætti skal ég hundur heita! En það á víst að vera þannig í næsta þætti að stelpurnar eiga að velja 2 stráka sem eiga að yfirgefa bátinn og strákarnir að velja 2 stelpur… Og þar sem maður horfir nú á þetta á annað borð verð ég að koma með mínar tilnefningar á þeim sem ég held að munu yfirgefa fleyið í næsta þætti:

Strákarnir:
Ég hugsa að ég verði að segja að þessi svarti (er ekki kynþáttahatari btw) muni fara. Maður hefur EKKERT séð af honum í þessum þáttum og ég hafði ekki einu sinni hugmynd að hann væri í þáttunum fyrr en eina setningin sem ég hef heyrt hann segja kom út úr honum í þessum þætti, og það meikaði akkúrat ekkert sense. Hinn sem ég held að muni ganga plankann er þessi ljóshærði (ekki Halli) skuggalegi, creepy gaurinn sem er eins og ljóshærður Stulli… Vestmannaeyingar vita hvað ég meina (allavega þeir sem hafa horft á Ástarfleyið:)

Stelpurnar:
Án efa mun þessi rauðhærða fara, hún mætti ganga plankann tvisvar fyrir mér! Held að hún heiti Hafdís og tókst henni mjög vel að fara í taugarnar á mér. Hin sem ég myndi giska á er mamman í hópnum. Þrítuga konan sem ég held að sé aldursforsetinn. Fannst hún ekki alveg passa þarna inn og það sást líka eiginlega á henni.

En hvað haldið þið hin? Hverjir haldið þið að verði sendir heim í næsta þætti? Endilega komiði með ykkar spá um hverjir verða látnir taka pokann sinn. Svo getur náttlega vel verið að þetta sé bara eitthvað áhorfstrikk hjá þáttarstjórnendum til að láta fólk verða spennt og horfa pottþétt á næsta þátt… hver veit? En allavega komiði með ykkar spá 😉

Jæja… ætla að fara að kalla þetta gott, kominn tími á svefn.
Góða nótt góðir hálsar.