síðbúin helgarsamantekt og fleira…

Jæææææææææja, betra er seint en aldrei sagði einhver gáfumaðurinn 🙂 En já, ég, Bergdís & Ásdís skelltum okkur til Eyja um helgina þar sem Hlynsinn hélt upp á afmælið sitt. Við mættum á Eyjuna með seinni ferð Herjólfs á föstudaginn og eins og svo oft áður var Bergdís greyið eitthvað eftir sig eftir sjóferðina og þær systurnar ákváðu að vera bara heima þetta kvöld. Það stoppaði mig hins vegar ekki í því að kíkja út á fólkið og ákvað ég að skella mér heim til Arons með Stebba. Það auðvitað endaði með hörkuskralli þar sem ég og Siggi bróðir áttum dansgólfið á Lundanum… hahahaha 😀 Fórum svo heima og enduðum þetta á vænni pizzu fyrir svefninn auk þess sem Siggi ákvað að vera svolítið fyndinn og ‘bregða’ mömmu og pabba með því að segja að það væri kviknað í húsinu… klukkan hálf 6 um morguninn… hahahaha snillingur 😉

Þetta þjófstart á gleðina átti hins vegar eftir að hafa afleyðingar á ‘aðal’ kvöldinu… þar sem afmælið hans Hlynsa var nú á laugardagskvöldið. Byrjaði þann dag á því að skella mér til Arons þar sem þeir voru að horfa Manchester & Tottenham gera jafntefli. Við fengum okkur nokkra kalda yfir leiknum og eftir að ég komst að því að mínir menn töpuðu 0 – 2 fyrir Fulham var ekki aftur snúið… ég varð að drekkja sorgum mínum. Nei ég segi svona, en þvílík og önnur eins HÖRMUNG! Við fórum svo á Café að borða kvöldmat þar sem maður fékk sér öl með matnum og var bara orðinn reglulega mjúkur þegar við svo mættum í afmælið til Hlyns. Þar bauð kappinn upp á bollu sem varð án efa minn bani. Var þarna í dágóðan tíma og spjallaði við hina og þessa, en nokkrum glösum seinna fóru augnlokin að þyngjast og ég ákvað að rölta heim á leið, eða hljóp reyndar þar sem ég nennti ekki að labba 😀 Þegar ég kom heim settist ég inn í eldhús til að kasta mæðinni og endaði ég þar á tæplega rúmlega 3 tíma spjalli við pabba og Ingólf bróður um allt milli himins og jarðar. Það varð til þess að það rann eiginlega af mér og ætlaði ég mér meira að segja að fara upp í Höll um 3 leitið. En komst svo að því að það var alveg TROÐIÐ á þessu balli og EKKI opið upp!? Hvað er það…? Svo ég ákvað að vera bara heima, enda komu Bergdís og Ásdís stuttu seinna.

Já svona fór um sjóferð þá… langar að þakka öllum fyrir frábæra helgi, sem reyndar hefði mátt enda upp í Höll… en svo er það Eyjar aftur næstu helgi þar sem ég og Bergdís munum fara til að vinna fyrir pabba & mömmu. Þau eru að fara að halda árshátíð Ísjakans, og hafa ákveðið að bjóða ísprinsessunum sínum til Reykjavíkur um helgina í skemmtiferð… er það nú greifaháttur…

Svo það verður bara róleg helgi framundan (reyndar verslunarmannaball uppí Höll á laugardaginn) sem verður án efa eldfljót að líða, eins og allar helgar sem maður eyðir í Eyjum. Jæja, ég ætla að kalla þetta gott…

P.S. Hvað er málið með þetta ‘mikilvægt‘ email sem maður er að fá frá ÖLLUM. MSN mun ALDREI kosta neitt (allavega verður alltaf til ókeypis útgáfa, þar sem þeirra aðal keppinautur, Yahoo, býður upp á svona þjónustu ókeypis) og hvar sjáið þið sem eruð að senda þetta út um allt eitthvað standa um þetta á MSN.com eins og stendur í mailinu…