helgaruppgjör…

Mikið djöfull var gaman í bústaðnum. Nóg af áfengi, heitur pottur, geðveikur matur & gítar. Hvað er hægt að biðja um meira. Enda var þetta alveg skotheld ferð. Stutt lýsing á þessari ferð myndi einhvernveginn útfærast svona:

  • Vorum komnir uppí bústað til Huga milli 4 og 5
  • Kjötið gert klárt og grafin hola til að grilla það í…
  • Fengið sér 1 – 2 kalda eða svo meðan maður beið eftir matnum
  • Stöku sinnum slegið á létta strengi til að hita upp
  • Étið þessi dýrindis læri og því skolað niður með eðal rauðvíni…
  • Melt í nokkrar mínútur og svo skellt sér í pottinn þar sem sögurnar voru hver annarri betri 😉
  • Bjórinn ávallt við höndina…
  • Skellt sér inn í söng & spjall… (um tjeddlingar að sjálfsögðu=)
  • Mannskapurinn fór svo að lognast út af þegar leið á morguninn…

Allavega snilldar ferð og þakka ég öllum fyrir skemmtilega helgi… (við skulum ekkert minnast á enska… :-/ )

Skellti mér í það að klára nýju heimasíðuna hennar Bergdísar þegar ég kom heim úr bústaðnum og ætti hún að vera orðin góð. Smá fínpúss sem er eftir en nú er hún búin að lofa mér að vera dugleg í blogginu á nýju heimasíðunni sinni 😉 Endilega kíkið á hana.

Og haldiði ekki að HLYNSARINN22 ára í dag. Velkominn í hópinn gamli, til hamingju með afmælið… (joker)

En nú er ég farinn í háttinn…
Góða nótt