enn ein helgin…

Tíminn flýgur… það er eitt sem víst er. Enn einn sunnudagurinn runninn upp sem er kannski bara fínt því það er farið að styttast svolítið í London ferðina okkar Bergdísar 😉 En já, Aron skellti sér í borgina um helgina og fór ég með honum, Gulla og Bjarna í pool á föstudaginn og aftur í gær. Skemmst frá því að segja að ég og Bjarni rúlluðum Aroni og Gulla upp í öllum leikjunum og fórum létt með það… meira að segja þegar Aron kom með sínar leikreglur um að það mætti ekki vanda sig þar sem hann var nú búinn að fá sér vel neðan í því 😀 Ég veit að Aron á eftir að neita fyrir þetta, en þar sem Bjarni var svo sniðugur að taka síðasta leikinn upp á vídjókameru eigum við sönnun fyrir þessu rústi… hahaha 😉

En já, fórum svo í bæinn og þar sem ég var svo sniðugur að týna veskinu mínu fyrir nokkru var ég ekki með skilríki og var bara happa glappa hvort maður komst inn eða ekki. Rættist ágætlega úr kvöldinu og var maður kominn heim um 4 – 5 leitið. Heilsan í dag ekki alveg búin að vera að gera sig en hún elsku Bergdís mín var svo góð að fara út í sjoppu í dag og kaupa nammi og taka spólur… l-) þannig að það verður bara legið yfir sjónvarpinu í kvöld. Hún tók Guess Who með Bernie Mac og Ashton Kutcher og Sin City, mynd sem mig hefur endalaust langað til að sjá og hef bara heyrt góða dóma um.

Jæja, þá er það bara TV, kúr & nammiát here I come 😉