rólegur föstudagur…

Já, það er sko rólegur föstudagur… langt síðan það hefur skeð. Sit hérna í tölvunni á meðan Bergdís liggur uppi í rúmi með einhverja skíta ælupest 🙁 Ekki alveg nógu gott. Ég er að fara í bústað með vinnunni á morgun svo ég ætla bara að vona að hún smiti mig ekki af þessum viðbjóði… 7-9-13. Ætlaði að hitta strákana í kvöld en þar sem Bergdís veiktist var ég ekkert að fara út. Svo er líka bara um að gera að spara sig fyrir bústaðinn 😀 Förum eftir hádegi á morgun og verðum eina nótt… mar tekur gítarinn með og það verður örugglega fínasta stuð.

Svo var fyrsti Idol þátturinn sýndur í kvöld og guð minn góður, er endalaust af hálfvitum á Íslandi? Þetta er 3. sería og það er ennþá að streyma inn hálfvitar sem halda virkilega að þeir geti sungið. Ok sumir eru að djóka, en aðrir eru alveg grafalvarlegir… koma þarna inn með þvílíku væntingarnar og ætla sko að vinna þetta allt saman bara í prufunum… hahaha. Meira að segja ein frá Eyjum… :-.

Og enn einn sjónvarpsþátturinn… djöfull fer Hells Kitchen í mínar allra fínustu taugar. Þessi ógeðismaður sem er yfir þarna er viðbjóðslega leiðinlegur og rakkar fólkið svo mikið niður að það mætti halda að hann væri djöfullinn sjálfur… Fer hrikalega í mig þegar menn láta svona, eins og þeir séu yfir allt og alla hafnir og bera eeeeeenga virðingu fyrir einu né neinu.

Jæja, ætla að kalla þetta gott og fara að koma mér í háttinn.
Big day ahead 😉