tæpum þremur vikum seinna…

Já… bara komnar tæpar 3 vikur síðan ég bloggaði síðast. Það er hægt að kenna letinni í manni um að hluta til en ég er nú samt eiginlega löglega afsakaður þar sem ég er búinn að standa í flutningum frá Eyjum síðastliðna 1 og hálfa viku, og er eiginlega enn að. Við Bergdís vorum jú að flytja í Kópavoginn til mömmu hennar og pabba… svaka fjör. Erum búin að versla okkur nýtt rúm, nýjan skáp ásamt því að taka allsvakalega til í herberginu hennar Bergdísar þar sem miklu þurfti að pakka niður í kassa til að skapa pláss fyrir nýja íbúann 😀

Nú þarf maður að fara að setja saman rúmið og skápinn þar sem Bergdís og Ásdís eru búnar að ganga frá mestöllu draslinu úr herbeginu. Þurfum bara að henda gamla rúminu hennar Bergdísar niður til Ásdísar. Svo hugsa ég að mar taki því nú bara rólega í kvöld. Fórum í bíó í gær með Sigga bróður, skelltum okkur á Wedding Crashers sem mér fannst alveg snilldarmynd.

Svo tekur bara hið hversdagslega Reykjavíkurlíf við…