helgin eftir þjóðarann…

Þá er þessi dæmigerða dauða helgi runnin upp. Alltaf eins helgin eftir þjóðhátíð, mætti gjörsamlega heyra saumnál detta í bænum á kvöldin… kannski fyrir utan landsliðið þegar það leitar sér að partýi eftir Lundann. Annars er ég að vinna um helgina bara. Skellti mér eftir vinnu heim til Stebba í gær og þar var verið að sötra smá bjór og spila, svo voru þau að fara að horfa á spólu þegar ég og Árni ákváðum að skella okkur á smá LAN… já það er orðið langt síðan lítill Einir lanaði og ég verð bara að segja að þetta er algjör snilld svona við og við… ekki kannski eins miklar öfgar og hérna fyrir nokkrum árum… en samt algjör snilld 😉
Svo er það bara vinnan í kvöld, heyrðist samt á liðinu í gær að þau ætluðu að fá sér í glas í kvöld. Hugsa að það verði eitthvað aðeins líflegra í bænum í kvöld en var í gær. Einhver ættarmót víst, afmæli og eitthvað… maður sér til hvort maður fái sér nú ekki 1 – 2 kalda eftir vinnu, þar sem maður á nú tæpan kassa eftir af þjóðhátíðarvíninu sökum veikinda og viðbjóðs

En já, Andri er búinn að henda sínum myndum frá Þjóðhátíðinni upp og er gaman að skoða þær. Texti við hverja mynd sem er bara gaman að lesa… fyrir utan að hann lætur mig líta út fyrir að hafa alltaf verið fyrsti maðurinn úr dalnum… En endilega kíkið á myndirnar hans… auk þessara í færslunni hér að neðan, ekkert nema snilld að skoða myndir frá Þjóðhátíð.
Nú fer að styttast í að maður flytji aftur í bæinn, en ég og Bergdís gerum ráð fyrir að fara frá Eyjum 20. ágúst nk. Ekki laust við að manni langi bara að drullast aftur í skólann hér í Eyjum og klára þennan ógeðisstúdent hér… en í bænum tekur svo við að flytja á nýtt heimili, því við erum að fara að flytja heim til Bergdísar í Kópavoginn, þannig að ég þarf ekki að sofa með byssu undir koddanum eins og áður í Breiðholtinu…

En jæja, ætla að kalla þetta gott… farinn í vinnu