geggjuð helgi á enda…

Þá er þessi blessaða helgi á enda runnin og kominn tími til að starta enn einni vinnuvikunni… sem er nú bara allt í lagi. Þjóðhátíðin nálgast óðum, 10 dagar í að maður byrji herlegheitin. Eða er málið ekki að byrja á miðvikudeginum?
En aftur að helginni… á föstudaginn tókum við allan pakkann… partý, conero, nýja barinn sem var að opna, lundann og fórum þaðan í pottapartý til Guðna.. sem býr núna þar sem ég ólst upp 😉 gaman að koma í gamla húsið aftur og þetta var snilldar partý. Svo skutlaði Olga mér og Árna heim til Árna þar sem við héldum áfram að tjútta fram undir morgun. Við tókum svo svipaðan pakka í gær nema þá voru Árni og Bixie að halda upp á afmælið sitt í Eyverjasalnum. Ég var í vinnu til að verða 11 og mætti svo stuttu eftir það í afmælið. Þar var þessi líka fína stemmningin og var skundað þaðan á Lundann þar sem var svona lala bara og ákváðum við að fara heim til Árna Óla og enduðum djammið þar einhverntíman í morgun. Ég tók nokkrar myndir í gærkvöldi og eru þær komnar inn í myndaalbúmið
Svo er Bergdísin mín að koma með bakkaflugi á eftir… búin að vera í bænum hjá fjölskyldunni yfir helgina. Hún er víst búin að missa sig í fatakaupum á mig á útsölum hér og þar þessi elska 😀 Svo er það bara vídjó og sukk í kvöld held ég… Vil þakka öllu þessu frábæra fólki sem ég var með um helgina fyrir geðveikt djamm… þið vitið hver þið eruð 😉
P.S. Þetta Þjóðhátíðarlag venst bara helvíti vel! Kominn svolítill Þjóðhátíðarfílingur í mann…