flöskudagur…

Já þá er enn einn flöskudagurinn genginn í garð á eyjunni fögru. Ég sit hérna fyrir framan tölvuna að gera bókstaflega ekki neitt. Bergdís er á leiðinni upp á land að hitta fjölskylduna svo maður verður einn um helgina… spurning hvað verður gert. Árni Óli og Bixie voru að spá í að halda upp á afmælið sitt á morgun og vonandi verður eitthvað af því. Var víst strand á húsnæði síðast þegar ég vissi.

Svo er það aðalmálið hjá mér í dag, sem ég er búinn að vera að bíða eftir alla vikuna:
Videóflakkarinn sem ég verslaði mér á task.is og get ekki beðið eftir að fá… urðu víst einhver mistök hjá þeim og pöntunin gleymdist og eitthvað. Fæ þetta örugglega ekki fyrr en eftir helgi. Var samt spurning með að koma þessu í flug víst. Það væri snilld. Þarf ekki annað en að skella einum hörðum disk í þetta og maður getur hlaðið inn þáttum, bíómyndum, lögum og ljósmyndum til að spila í sjónvarpi… ekkert vandamál að tengja tölvuna við sjónvarpið lengur… Þvílík endalaus SNIIIIIIIILLD! Get hreinlega ekki beðið eftir þessu. Spurning um að Bergdísin mín nái bara í þetta fyrir mig um helgina og komi með þetta þegar hún kemur til baka, ef flugið klikkar þ.e.a.s… sem ég býst nú alveg við.
En jæja, ég er að spá í að fara að gera eitthvað úr þessum blessaða degi. Það er víst mæting hjá Bergdísi upp á flug núna klukkan hálf sex. Birti eitthvað til en mér sýnist þokan vera að hellast yfir aftur… spurning hvernig þetta fer. Vonum það besta, stelpan er orðin svo spennt að fara heim að hitta fjölskylduna 😉