eyjar again…

Jááá… ég hef ákveðið að fara eftir meirihluta kommentara hér á færslunni að neðan og ætlum við Bergdís að skella okkur til Eyja með seinni ferð Herjólfs í kvöld. Þá ætlum við að ganga á fyrirtæki Eyjanna á morgun og reyna að fiska einhverja vinnu fyrir sumarið. Sjáum til hvernig það fer en vonandi bara gengur allt vel og við getum verið þarna í sumar 😉 Annars er maður sem betur fer kominn með vinnu fyrir sumarið ef við neyðumst til að vera hér í bænum yfir sumarið… 😮

Það er nú lítið annað að frétta af manni hér í borg óttans. Vinna og skóli lýsir svona meira og minna því sem er að ske hjá manni um þessar mundir. Prófin nálgast og var prófataflan loksins að líta dagsins ljós og kemur hún bara ágætlega út fyrir utan það að ég fer í próf í tveimur stærðfræðiáföngum sama daginn… sem er nú kannski í lagi þar sem annar þeirra er frekar léttur…

En ætli það sé ekki kominn tími til að hafa sig til fyrir herjólf eftir nokkra tíma… 😛
Sé ykkur í Eyjum 😉