róóóólegt…

Mikið er nú gott að taka eina og eina helgi bara í rólegheit og næs… liggja í tölvunni eða yfir vídjói með nóg af nammi og bara hafa það gott. Allavega fór þessi helgi í svoleiðis þægilegheit hjá mér og Bergdísi, sem er einmitt nýstigin uppúr einhverri viðbjóðsflensu. En já, tókum 2 myndir í gær… Riddick og The Score, og ég segi bara thank god að við tókum gamla mynd með þessum Riddick viðbjóði… þvílíka hörmungin. Ekki nóg með að þetta sé geimmynd heldur er þetta WANNABE geimmynd… kláraði samt að horfa á þetta helvíti bíðandi eftir því að það kæmi nú eitthvað flott atriði, sem náttlega gerðist ekki. Svo tókum við The Score, gamla mynd með Robert DeNiro sem ég var aldrei búinn að sjá. Hún var algjör snilld og varð ég ekki fyrir vonbrigðum með hana…

Annars er bara allt gott að frétta… búinn að fá metið það sem ég tók í FÍV og kom þá í ljós að ég var í 2 áföngum á þessari önn sem ég þurfti ekki að taka 😮 Fór til áfangastjóra til að skipta þeim út og jájá… verð í 2 stærðfræðiáföngum á þessari önn og svo var bætt við mig sögu… :S Nú er bara að sýna hvað í manni býr.. 😀 Hefði nú aldrei tekið þennan auka stærðfræði áfanga nema fyrir það að ég leigi hérna hjá Elenu systur í Reykjavíkinni. Hún á eftir að hjálpa mér helling ef ég þekki hana rétt 😛

Svo ætlaði ég nú að koma til Eyja næstu helgi en neinei… fékk kallinn ekki bara hringingu á föstudaginn. Gaurinn úr Bónusvideo hérna niðrí Mjódd þar sem ég var búinn að sækja um vinnu með skólanum að spurja hvort ég væri búinn að fá vinnu og bauð hann mér bara vinnu kallinn. Mæti á morgun til að læra á þetta allt saman… og vinn svo næstu helgi (sem er reyndar ekki alveg nógu gott því ég vinn aðra hverja helgi eins og Bergdís, en er settur á helgarnar á móti henni :o):D en það verður fínt að fá smá aur með náminu… sama hvað það er sem maður þarf að vinna við (fyrir utan vændi… eða hvað?) 😉 Svo ég verð bara að kíkja seinna til ykkar á Eyjuna fögru…. :/

En jæja… ég er að spá í að nota þennan fína sunnudag í að vinna mig áfram í Verklagsfræðinni og Upplýsinga- og samskiptatækninni. Svo ég hafi nú meiri tíma fyrir stærðfræðina 😮
Best að koma sér í læristuð…
Chao… 😛