“fyrsti” skóladagurinn…

Jæja þá var fyrsti formlegi skóladagurinn hjá mér í morgun. Byrjaði bara ljómandi vel á 2 fögum sem ég hugsa að verði bara skemmtileg. Verklagsfræði og upplýsinga- og samskiptafræði… tölvuáfangar sem eru símatsáfangar (ekkert lokapróf ;)) og ekkert nema gott um það að segja. “Læra” að gera heimasíðu og svona flottheit 😀 Excel og Word og læti… hehehe…

En já… þetta var mjög skrítið en skemmtilegt, nýtt umhverfi… fullt af fólki sem mar þekkir akkúrat ekki NEITT og bara allt annað en FÍV 😛 Hitti reyndar á Eyrúnu og Berglindi Jóhanns eftir hádegi og spjallaði aðeins við þær… fínt að hafa svona kunnugleg andlit þarna inn á milli 😉 Mér líst allavega bara vel á þennan skóla svona við fyrstu kynni og vona að þetta verði bara skemmtilegt 🙂
Lítið sem ekkert annað að frétta nema það að ég er að leita mér að vinnu með skólanum og ef þið vitið um eitthvað sem hægt er að gera með skóla þá endilega látið mig vita… 😉 annars er ég bara farinn að sofa… skóóóóli á morgun 😉
Laaaaaaaters…