erfiður skóladagur…

Já… miðvikudagarnir eru erfiðir skólalega séð… Stanslaust í skólanum frá 8 – 18 😮 En þar kemur á móti að þrisvar sinnum í viku er ég búinn á hádegi 😉 Það er algjör snilld og miðvikudagarnir eru kannski lítil fórn fyrir svona góða mánudaga, fimmtudaga og föstudaga 😀 En ég var allavega að fara í minn fyrsta fótbolta-íþrótta tíma í dag og ég hélt í alvörunni í smá stund að ég yrði ekki eldri! Jesús minn almáttugur, hvert í helvítinu fór þolið mitt?!? Er reyndar í fótbolta með gaurum sem eru held ég allir að æfa fótbolta og í geðveiku formi… en samt, eftir 20 mín var ég við það að fara að gráta… lagaðist eftir sem leið á tímann reyndar (kannski af því ég færði mig alltaf aftar og aftar:). Þetta verður að laga og ekki seinna en strax… hjálpar að ég er í 2 íþróttaáföngum, einum fótbolta og einum badminton… jeee 😛

Svo annað sem ég var að velta fyrir mér… ég hef þann leiðinlega ókost sem ég hef verið að reyna að venja mig af (með bara ágætis árangri) að dæma menn/konur eftir útlitinu… Hef margoft rekið mig á hérna í “gamla daga” með þennan leiðinlega ávana og sumir af þeim sem ég var búinn að ákveða að væru bara leiðinlegir eða ég hefði engan áhuga á að kynnast betur eru bestu vinir mínir í dag. Svo hef ég alltaf átt erfitt með að kynnast nýju fólki svo það kannski spilar soldið inní þarna… held mig frekar útaf fyrir mig & mína vini 😛 En ég er samt ekki að segja að það sé ekki hægt að kynnast mér 😀 Annars veit ég ekkert af hverju ég fór að tala um þetta… ætli ég sé ekki bara einmanna lítill strákur í nýjum skóla 😉 Sooooo many new faces around…
En annars ætla ég að fara að kalla þetta gott og skella eins og einni dvd mynd í tækið og poppa…
Chao folks…
Einir Jr.