nóg að gera…

Jæja þá er mar búinn að vera að vinna og vinna í þessu blessaða myndaalbúmi, finna gamlar myndir og henda þeim inn. Hef einnig verið að taka til í myndaalbúmunum sem voru fyrir þar sem myndir úr öðrum albúmum voru farnar að þvælast inn í hin og þessi albúm… weird. Nú er líka hægt að commenta á myndirnar og svona næsheit… En já þetta er allt að smella hjá mér og næst á dagskrá er bara að henda saman lista yfir fólkið sem að gerir mig að því sem ég er… allt þetta frábæra fólk niðrá Hlemm. Neeee… vinirnir of course. Hugsa að það fari að detta hérna á næstunni.

Annars er lítið sem ekkert að frétta eins og vanalega.. Styttist allsvakalega í jólin og ekki laust við að manni sé farið að hlakka svolítið til 😉 I wonder why… 😮 En ég vil benda á það að yfirsleggjukastarinn Olga Möller nokkur er komin með þessa líka svakalegu bloggsíðu og skiptir greinilega oftar um blogg en nærbuxur þar sem hún á nú 2 bloggsíður á jafnmörgum dögum… :S Á síðunni hennar er könnun um hvaða bloggari myndi kasta sleggjunni lengst og ég verð að segja að ég er nokkuð hissa á gangi mála í þessari könnun þar sem ég er kominn með nokkur atkvæði… ég gruna nú samt Olgu um að vera að láta aðra fá nokkur vote svona til að stinga þetta ekki alfarið af. 😀

Svo fæ ég vonandi að vita hvort ég komist inn í FB eða Iðnskólann í næstu viku og krossleggur mar bara fingurnar og vonar á meðan… þar sem ég sótti nú um svolítið seint 😮 bíður og vonar 😉
En best að fikta aðeins meira í þessari blessuðu síðu sinni 😉