á skammri stundu skipast veður í lofti…

Þessi fyrirsögn er eitthvað sem á alveg við mig um þessar mundir. Þannig er það nú að nú er maður að hætta á Nordica Hotel þar sem 3 mánaða reynslutíma er lokið og á neminn þá að vera búinn að gera upp við sig hvort þetta sé eitthvað sem hann vill gera til frambúðar eða hvort þetta eigi ekki við hann. Í mínu tilfelli á þetta ekki alveg við mig… mér finnst þetta skemmtilegt og allt það… en þetta er ekki eitthvað sem ég sé mig í restina af lífinu. Svo ég ákvað að hætta og er búinn að sækja um bæði í Iðnskóla Reykjavíkur og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Og til að vinna mér inn einhvern smá pening fyrir jólin reddaði Þórir mér vinnu í Góu fram að jólum. Takk æðislega fyrir það 😉

En já, ég sótti um á Tölvubraut í Iðnskólanum og á Upplýsinga- & Tæknibraut í FB og vona bara að ég fái inn. Á báðum stöðum er ég svo til búinn með grunninn á þessum brautum og á því bara eftir þetta sérhæfða tölvunám, forritun, hugbúnaðarfræði og þess háttar. Já það er búið að vera nóg að gera að sækja um í skólum, velja nám sem hentar og hrinda þessu ferli í framkvæmd…

En svo kemur maður ekki til Eyja aftur fyrr en um áramótin og þá verður sko tekið á því. Eins og það er nú alltaf gaman í Eyjum yfir þessi blessuðu áramót, djamm hér og þar… partý allsstaðar 😀 Aníta sagði mér að það væri Áramótaball & Nýársball svo það verður nóg að gera hjá manni… En ætla ekki að hafa þetta lengra.
Og já… myndirnar fara að detta.
Laters…