ennþá á lífi…

Já… ég veit að mörg ykkar voru farin að örvænta og kannski sum ykkar farin að íhuga að hringja á lögguna og tilkynna mig týndan. Þetta er allt í lagi. Ég er enn á lífi… 😉 Þannig er það nú bara búið að vera að ég fékk einhvern flensuskít snemma í síðustu viku sem tók sig svo skemmtilega upp aftur yfir helgina og er ég bara búinn að liggja andvaka í svitabaði og ógeði hér heima… En þetta er allt að lagast. Smá hiti í manni ennþá og hálsbólga, en bein- og hausverkurinn farinn…

Annars er já bara eins og svo oft áður lítið að frétta af mér… tók mig reyndar til og breytti aðeins til á síðunni… ekkert merkilegt en henti inn gestabók (sem þið megið alveg vera góð og kvitta í… 🙂 og gerði tilbúið fyrir kunnuglega liði hér á síðunni en það er myndasafnið og linkurinn fólkið sem sum ykkar ættuð að kannast við síðan á gömlu síðunni (ath þetta er ekki tilbúið) 😉 Annars ætla ég að kalla þetta gott og koma mér í háttinn… gjörsamlega búinn að snúa sólarhringnum í allavega 2 hringi 😀
Góða nótt!